Icelandair, Íslandsmót 35 ára og eldri, staðan eftir tvo hringi
Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja er í forystu í kvennaflokki eftir 36 holur á 168 höggum, hún á fimm högg á næsta keppanda sem er Katrín Harðardóttir einnig úr Golfklúbbi Vestmannaeyja.
í þriðja sæti kemur svo Magdalena S H Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja.
Í karlaflokki er það sexfaldur Íslandsmeistari Björgvin Þorsteinsson úr Golfklúbbi Akureyrar en hann lék völlinn í dag á parinu og er því að einu höggi undir pari á 139 höggum. Annar er Sigurpáll Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar á 142 höggum, Sigurpáll lék einnig á 70 höggum í dag og er á 142 höggum. Jafn í þriðja til fjórða sæti eru heimamennirnir Aðalsteinn Ingvarsson og Rúnar Þór Karlsson
1. dagur:
Fyrsti hringur af þremur var leikinn á Íslandsmóti 35 ára og eldri í gær í frábæru golfveðri á Vestmannaeyjavelli í gær. Í karlaflokki er það Björgvin Þorsteinsson, GA sem leiðir á einu höggi undir pari en hann hefur meðal annars hefur hampað Íslandsmeistara titlinum í golfi sex sinnum.
Björgvin keppir nú á sínu þriðja Íslandsmóti sínu þetta árið en hann var einnig meðal keppenda á Íslandsmótinu í golfi þar sem hann keppti í 54 sinn auk þess sem hann keppti á Íslandsmóti 50 ára og eldri sem fram fór á Akureyri fyrir stuttu.
Jafnir í öðru sæti eru heimamaðurinn Rúnar Þór Karlsson og Kristján Ólafur Jóhannesson úr Golfklúbbi Reykjavíkur.
1. sæti Björgvin Þorsteinsson GA 69 högg
2. sæti Rúnar Þór Karlsson GV 71 högg
3. sæti Kristján Ólafur Jóhannesson GR 71 högg
Í kvennaflokki er það Katrín Harðardóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja sem leiðir, hún lék á 87 höggum. Í öðru sæti er Magdalena S H Þórisdóttir úr Golfklúbbi Suðurnesja og jafnar í þriðja til fjórða sæti koma þær Arnfríður I Grétarsdóttir úr Golfklúbbi Grindavíkur og Sara Jóhannsdóttir úr Golfklúbbi Vestmannaeyja.
1. sæti Katrín Harðardóttir GV 87 högg
2. sæti Magdalena S H Þórisdóttir GS 88 högg
3-4. sæti Arnfríður I Grétarsdóttir GG 89 högg
3-4. sæti Sara Jóhannsdóttir GV 89 högg
Af síðu golf.is