Ítalskt kjúklingasalat frá Lólý
Elska kjúkling, elska pestó og elska parmesan. Það er svoleiðis með þessa uppskrift að það er auðvitað hægt að grilla kjúklinginn sem fer í salatið en þá er líka gott að passa upp á þegar maður er búinn að grilla þær í heilu lagi og skera þær síðan niður, að þá er gott að velta þeim upp úr pestóinu svo að kjúklingurinn sé alveg vel þakinn pestói.
Grinilegt ítalskt salat frá Lólý.is
Elska kjúkling, elska pestó og elska parmesan.
Það er svoleiðis með þessa uppskrift að það er auðvitað hægt að grilla kjúklinginn sem fer í salatið en þá er líka gott að passa upp á þegar maður er búinn að grilla þær í heilu lagi og skera þær síðan niður, að þá er gott að velta þeim upp úr pestóinu svo að kjúklingurinn sé alveg vel þakinn pestói.
- 3 kjúklingabringur
- 1 krukka basil pestó(heimagert eða tilbúið, en ég notaði geggjað basil parmesan pestó frá Nicolas Vahé)
- konfekttómatar
- spínat
- fersk basilika
- rauðlaukur
- mangó(hef það stundum með eða jarðaber)
- avókadó(má sleppa)
- ferskur mozzarella
- parmesanostur(rifinn)
- Ólífuolía
- balsamic síróp
- salt og pipar
Skerið kjúklinginn í litla bita og veltið þeim upp úr helmingnum af pesótinu. Steikið á pönnu upp úr smá olíu þangað til að þeir eru steiktir í gegn. Látið kólna á meðan þið eruð að skera niður grænmetið í salatið. Raðið síðan öllu í fallega skál, salatið fyrst, síðan ferska basilikan. Svo tómatarnir, mozzarellaosturinn, parmesanosturinn, kjúklingurinn og avókadóið. Að lokum er svo gott að dreifa smá ólífuolíu og balsamik sírópi yfir og krydda eftir smekk og dreifa svo restinni af pestóinu yfir allt og bera fram með góðu ítölsku baquetta brauði.
Þið gætuð líka í staðinn fyrir að dreifa afgangnum að pestóinu yfir salatið að blanda því saman við sýrðan rjóma og þá eruð þið komin með létta salatdressingu yfir salatið.
Tengt efni: