Fara í efni

Já eða nei við tilteknum fæðubótarefnum

Á forsíðu Heilsutorgs eru stöðugt í gangi kannanir um hin ýmsu heilsutengdu málefni. Kannanirnar hafa þann tilgang að kanna tíðarandann meðal lesenda Heilsutorgs, skapa umræður og greinaskrif en einnig eru þær til gamans gerðar.
Fæðubótarefni
Fæðubótarefni

Á forsíðu Heilsutorgs eru stöðugt í gangi kannanir um hin ýmsu heilsutengdu málefni. Kannanirnar hafa þann tilgang að kanna tíðarandann meðal lesenda Heilsutorgs, skapa umræður og greinaskrif en einnig eru þær til gamans gerðar.

Heilsutorg lagði nýlega könnun fyrir lesendur sína þar sem spurt var hvort fólk hefði notað eitthvað af fjórum fæðubótarefnum sem eru mikið í umræðunni í dag, en þetta voru Herbalife, ZinZino, 360 chocolate og Berry.En.

Nærri 270 manns hafa nú þegar svarað könnuninni, og hefur afgerandi meirihluti prófað Herbalife eða 41% sem má telja eðlilegt þar sem varan hefur verið mjög lengi á markaðnum. Næst þar á eftir voru ZinZino vörunar með 9% sem er áhugavert þar sem varan hefur ekki verið mjög lengi á íslenskum markaði. Næstir á eftir voru Berry.En með 5% en aðeins 1% þeirra sem svöruðu höfðu prófað 360 chocolate. 1% svarenda hafði prófað allar þessar vörur. 14% höfðu ekki prófað neitt af þessum vörum og 29% höfðu ekki og langaði ekki að prófa þessi fæðubótarefni.

Samkæmt nýjustu landskönnunar Landlæknisembættisins á mataræði Íslendinga (birtar 2012) notuðu 25% svarenda „önnur fæðubótarefni“ (ekki fjölvítamín, fjölvítamín án A- og D-vítamíns, C-vítamín, kalk, lýsi og Omega-3) eða náttúruefni.  Konur voru í meirihluta notenda eða tæplega 31% og var jafn líklegt að 31-60 ára og 61-80 ára kona myndi nota slík efni eða um 32%. Meðal karla höfðu tæplega 20% notað slík efni og var það líklegast hjá 18-30 ára karlmanni.

Þar sem ZinZino er dæmi um Omega-3 fæðubótarefni má nefna í þessu samhengi að samkvæmt niðurstöðum áðurnefndrar könnunar taka 4% Omega-3 hylki 1-6 x í viku og 8% daglega. Algengara er að konur taki Omega-3 fitusýrur heldur en karlar og taka tæp 11% þeirra slíkt bætiefni daglega en aðeins 5% karla. Algengast var að aldurshópurinn 61-80 ára tæki Omega-3 fitusýrur.

Bestu kveðjur,

Fríða Rún Þórðardóttir 
Næringarráðgjafi B.S.c : Næringarfræðingur M.S.c : Íþróttanæringarfræðingur
Landspítali : World Class : Heilsustöðin : Íþrótta- & Ólympíusamband Íslands
Gsm: 898-879
www.ir.is : frjálsar