Saðningaraldin eða Jackfruit er magnaður ávöxtur
Fjallað var um þennan ávöxt á Rúv fyrir nokkru síðan og vakti það athygli mína.
Hér hefur þú alla kosti þessa risavaxna ávöxts.
Saðningaraldin er afar sætur á bragðið. Að utan er hann með hálfgerða þyrna en að innan er mjúkt kjöt. Í þessum ávexti má finna mikið af næringarefnum, vítamínum,einnig steinefnum, kolvetni, trefjar, fitu og prótein. Ávöxturinn er góður ef þig vantar kaloríur í mataræðið en hann inniheldur ekkert kólestról eða mettaða fitu.
Saðningaraldin er afar sætur og dásamlegur ávöxtur og góður fyrir heilsuna. Hann er ríkur af kolvetnum og kaloríum sem fylla þig af orku. Hann er ríkur af andoxunarefnum sem að verja líkaman gegn krabbameini, ótímabærri öldrun og hrörnunarsjúkdómum.
Af því hann er svona ríkur af andoxunarefnum, þá er hann góður fyrir sjónina og ver augun fyrir hinum ýmsu augnsjúkdómum. Hann er einnig ríkur af kalíum sem heldur vökvabúi líkamans í lagi. Einnig er hann góður fyrir beinin og húðina. Að borða Saðningaraldin er því í einu orðið sagt hollt.
Hvað gerir hann fyrir heilsuna?
Ónæmiskerfið: Saðningaraldin er afar ríkur af C-vítamíni. Og með þetta háa innihald af C-vítamíni og andoxunarefnum þá styrkir hann ónæmiskerfið. Hann minnkar líkur á sjúkdómum eins og t.d kvefi og flensu.
Orkan: Þar sem Saðningaraldin hefur hátt hlutfall af kolvetnum og kaloríum og einnig sykur eins og fructose, þá er hann góður ef þig vantar orku. Einnig er ekkert kólestról í þessum ávöxt.
Góður fyrir blóðþrýstinginn: Saðningaraldin er mjög ríkur af kalíum. En líkaminn þarf kalíum til að viðhalda réttu jafnvægi á steinefnum í. Hann hjálpar einnig til við að lækka háan blóðþrýsting og dregur úr áhættunni á heilablóðfalli og hjartaáfalli.
Bætir meltinguna: í Saðningaraldin er mikið af trefjum. Trefjar bæta meltinguna og koma í veg fyrir hægðartregðu.
Ristilkrabbamein: Í saðningaraldin eru góðar fitur sem að hjálpa ristlinum að hreinsa sig og draga þar með úr uppsöfnun eiturefna í ristli og verja hann gegn krabbameini.
Augun: Mikið magn af A-vítamíni er í saðningaraldin. A-vítamín er afar gott fyrir augun. Það bætir sjónina. Einnig eru andoxunarefnin í ávextinum afar góð til að verja sjónhimnuna og hrörnun á sjón.
Heilbrigð húð og aldurinn: Það að eldast er eðlilegt, enda eldumst við öll. En vegna mengunar, UV geisla sólarinnar og reykinga þá erum við að tala um ótímabæra öldrun. Andoxunarefni hafa þann kost að geta hægt á þessu ferli. Rannsóknir hafa sýnt að þeir sem borða mat ríkan af andoxunarefnum hafa hægt á öldrunarferlinu. Saðningaraldin er einnig afar góður fyrir húðina, hún verður mjúk og full af raka.
Astmi: Fyrir suma astma sjúklinga hefur þessi ávöxtur reynst vel.
Heilsa beinanna: hátt hlutfall kalks í saðningaraldin styrkir beinin og hefur þessi ávöxtur einnig verið sagður sá besti í baráttunni við beinþynningu.
Blóðleysi: Saðningaraldin er ríkur af A, C, E og K-vítamínum, folate, niacin, B6-vítamíni og steinefnum eins og kopar, manganese og magnesium. Öll þessi efni eru afar mikilvæg fyrir blóðið.
Þessi bragðgóði ávöxtur er afar góður fyrir húðina. Hérna eru nokkur dæmi um gæði hans fyrir húðina okkar.
Berst við hrukkurnar: Taktu fræ úr saðningaraldin og settu það í ískalda mjólk í smá tíma. Síðan skaltu mala það vel og bera á húðina, aðalega þar sem að hrukkur eru. Það er sagt að fjögur til fimm skipti dugi og þú sjáir mun á þér. Þetta má svo gera reglulega.
Gefur húðinni fallegan ljóma: Það má borða fræin úr saðningaraldin beint. Þau eru trefjarík og passa þannig upp á þarmaflóruna og koma í veg fyrir hægðartregðu. Svona afeitrun fyrir líkamann er það besta til að fá glóandi fallega húð.
Hér má sjá hversu stór fræin eru
Lýtalaus húð: Fræin eru notuð til að ná lýtalausri húð.
Búðu til maska: Taktu fræin og leggðu í hungnasblandaða mjólk og láttu liggja í smá tíma. Taktu nú fræin og myldu þau vel þannig að úr verði eins konar leirkennt efni. Berðu þetta á andlitið og láttu þorna alveg. Þvoðu maskann af með volgu vatni og eftir nokkur skipti áttu að sjá mun á húðinni.
Heimildir: wiki-fitness.com og stylecraze.com