Keypti sér megrunarpillur á netinu: Brann upp innan frá og lést
Þar sem mottó okkar á Heilsutorgi er "það eru ekki til neinar skyndilausnir" að þá varð ég að birta þessa frétt sem fengin er af pressan.is.
Ung bresk kona, Ella Parry, lést þann 12. apríl eftir að hafa tekið inn of margar megrunarpillur sem hún hafði keypt á netinu.
Í pillunum er efnið dínítrófenól eða DNP en það getur orðið fólki að bana ef það er tekið í of miklu magni. Efnið hitar líkamann upp innan frá. Ekkert mótefni er til gegn efninu.
Ella tók of mikið af megrunartöflunum fyrir mistök og þegar henni fór að líða illa var hún flutt á Roayl Shrewsbury sjúkrahúsið í Englandi. Þar reyndu læknar að bjarga lífi hennar en án árangurs og lést Ella af völdum ofhitnunar þremur klukkustundum eftir að hún kom á sjúkrahúsið.
Nú hefur móðir Ellu, Fiona, stigið fram og varar fólk við að kaupa megrunarlyf á netinu. Í tilkynningu sem hún sendi frá sér með aðstoð lögreglunnar segir hún að hún hafi ekki vitað að Ella hefði keypt sér megrunarpillur á netinu sem innihéldu DNP sem er ekki ætlað mönnum vegna þess hversu eitrað það er. Hún hafi tekið fleiri töflur en ráðlagt var samkvæmt leiðbeiningum á pakkanum og hafi ekki haft hugmynd um hversu hættulegt þetta var.
Hversu mörg okkar hafa ekki einhvern tímann hugsað? Ef taflan virkar, þá er örugglega ekki skaðlegt að taka eina eða tvær í viðbót.
En það var skaðlegt. Rannsóknir læknanna sýndu að hún hafði tekið banvænan skammt og hafi hægt og rólega hitnað á leiðinni á spítalann.
Hún brann bókstaflega upp innan frá. Þegar hún hætti að anda settu þeir hana í öndunarvél og héldu áfram að berjast.
Lögreglan rannsakar nú hvar Ella keypti töflurnar til að geta komið í veg fyrir að fleiri verði þeim að bráð.
Grein fengin af vef pressan.is