Kínóasalat gegn flensu
Í dag langar mig að deila með þér salati gegn flensu, enda stútfullt af vítamínum, steinefnum, trefjum, góðri fitu og próteini og alveg ótrúlega einfalt og virkilega bragðgott!
Í síðustu viku sagði ég þér frá kosti þess að nota myntu og hvernig hún getur bætt meltingu og stutt við hreinsun líkamans.
Prótein spilar mikilvægu hlutverki í að flýta bata og fyrirbyggja gegn flensu. Í salati vikunnar samsetjum við myntuna með kínóa sem er próteinríkasta og auðmeltanlegast af korni. Í raun er Kínóa fræ sem hægt er að nota í stað hýðishrísgrjóna eða byggs sem dæmi.
Einnig finnurðu graskersfræ í salatinu en þau eru m.a rík af zinki sem hjálpar blóðfrumum að berjast gegn sjúkdómum og flensu. Einnig þegar flensa á sér stað getum við fundið fyrir uppþemdu og bólgum og því notum við eplaedik sem mætti líkja við “flensu sprautu” þar sem edikið virkar sem örverudrepandi og dregur úr kvefbólgu í nefi.
Ónæmisbyggjandi kínóasalat gegn flensu
~ Fyrir 3-4
1 bolli kínóa (skolað og hreinsað)
2 pressaðir hvítlauksgeirar
1/2 bolli saxaður vorlaukur
1 kassi af kirsuberjatómötum (skornir í fernt)
1/2 eða meira agúrka (skornir í litla bita)
2 msk söxuð ferskt mynta
2 msk steinselja eða basil
Handfylli af klettasalati
2 gulrætur skrældar (einnig má skipta út fyrir elduðu rótargrænmeti)
1 pakki af söxuðum radísum
1/2 bolli af graskersfræjum (einnig má nota sesamfræ og sólblómafræ)
4 tsk eplaedik (eða sítrónusafi ef ekki er höndlað eplaedik)
6-8 tsk kaldpressuð olífuolía
klípa af sjávarsalti
1/4 tsk af pipar
Settu 2 bolla af vatni í pott og fáðu suðuna upp, bættu síðan við kínóanu og lækkaðu aðeins undir. Leyfðu því að malla í 15-20 mín þangað til vatnið er allt gufað upp og kínóað er tilbúið. Settu það yfir í skál og leyfðu því að kólna eða settu það í ísskápinn til þess að flýta fyrir.
Á meðan kínóað er að sjóða settu hvítlaukinn, sítrónusafan, olíuna, salt og pipar saman í skál og leyfðu því að liggja meðan þú skerð grænmetið niður.
Blandaðu síðan öllu saman í 1 skál og settu inn í ísskáp í amk 30 mín til þess að leyfa dressingunni að blandast vel við restina.
Salatið geymist í ísskápnum í allt að 3-4 daga í lokuðu íláti og tilvalið að grípa til sem hádegisverð.
Heilsa og hamingja
Júlía heilsumarkþjálfi
p.s Eins og þú veist skiptir heildarmataræði miklu máli í að byggja upp ónæmiskerfi og efla góða heilsu og orku
Farðu því hér til að skrá þig og læra einföld ráð að hreinsa líkaman strax í dag og styðja við betri heilsu og orku og fá í framhaldi hreinsunarpróf og 1 dags hreinsandi matseðil frá mér.