Þessi kraftmikli drykkur er hinn náttúrulegi RedBull
Líkaminn er stöðugt að krefja okkur um orku til að hann geti virkað eðlilega.
Vert að prufa þennan
Líkaminn er stöðugt að krefja okkur um orku til að hann geti virkað eðlilega.
Af þessari ástæðu og fleirum þá þarf að huga að því hvers konar orku er best að láta ofan í okkur.
Vísindamenn í Bandaríkjunum settu fram þessa uppskrift og kalla drykkinn hinn náttúrulega RedBull.
Hann fyllir þig af orku sem á að duga út daginn.
Hráefni:
90 ml af sojamjólk – má nota hvaða mjólk sem er
1 ½ banani
125 ml af fitulausum jógúrt – helst frysta jógúrtinn yfir nótt áður en hann er notaður
2 msk af söxuðum möndlum
1 msk af söxuðum valhnetum
1 tsk af hunangi
Nokkrir ísmolar
Leiðbeiningar:
Settu allt hráefnið saman í blandarann og stilltu á góðan hraða. Blandið vel saman, eða þar til drykkurinn er orðinn “mjúkur”.
Drekkist strax.
Njótið~