Kryddjurtir leyna á sér
Ferskar kryddjurtir ættu að vera til á hverju heimili.
Ekki eru þær bara góðar sem krydd í matseldina, heldur innihalda þær líka mikið af bætiefnum sem gera öllum gott.
Þær eru litlar, bragðgóðar og leyna á sér.
Hér eru þrjár sem allir ættu að rækta í eldhúsglugganum.
Basilíka
Orðið Basil er tekið úr grísku og þýðir konungsborinn. Þessi kryddjurt er sannkallaður konungur kryddjurtanna.
Í basilíku má finna mikið magn af magnesium, en það þykir einstaklega gott fyrir blóðrásina. Einnig má finna beta-carotene í basilíku en það ver frumur gegn óæskilegum utan að komandi efnum.
Steinselja
Hvort sem hún er upp rúlluð eða flöt þá er steinseljan afar góð til að efla ónæmiskerfið. Hún er hlaðin A og C-vítamínum, ásamt flavonoid, en þessi efni vinna saman að því að verja húðina gegn húðkrabbameini.
Mynta
Lítil en samt svo stór. Mynta er stútfull af andoxunarefnum. Hún inniheldur mest af andoxunarefnum af öllum kryddjurtunum. Myntan er einnig afar góð við uppþembu og hún styrkir magann.
Fróðleikur frá Heilsutorgi.