Kyrrsetur hættulegri en reykingar
Það vita allir að hreyfing ætti að vera hluti af daglegu lífi okkar. Fólk sem komið er á miðjan aldur hefur heyrt það oftar en það vill muna. Það getur hins vegar verið erfitt að koma hreyfingu inn í daglega rútínu jafn vel þó að við vitum að það sé okkur til góðs.
Á vefnum aarp.org segir að 15 mínútna hreyfing á dag yfir langan tíma geti aukið lífslíkur fólks um þrjú ár. Nýjar rannsóknir benda til að hreyfingarleysi sé hættulegra en reykingar og auki líkurnar á hjarta-, æðasjúkdómum og sykursýki. Rannsóknir sýna einnig að munurinn á líffræðilegum aldri fólks sem hreyfir sig reglulega og raunaldri þess miðað við þá sem sitja hreyfingarlausir löngum stundum er um tíu ár. Á vef aarp.org segir frá rannsókn sem gerð var á konum á áttræðisaldri sem hreyfðu sig reglulega og stunduðu styrktaræfingar. Konurnar voru með sambærilegan vöðvamassa og konur sem voru 30 árum yngri auk þess sem hjarta og lungnaheilsa þeirra var sambærileg við yngri konurnar. Fyrir þá sem ekki hreyfa sig mikið eru góðu fréttirnar þær að það er aldrei of seint að byrja. Háaldrað fólk sem fer að hreyfa sig bætir heilsu sína til muna.
Ráð fyrir þá sem vilja fara að hreyfa sig
Niðurstöður rannsóknar sem birtar voru í Mayo Clinic Proceedins gefa til kynna að það auki lífslíkur að æfa í hóp. Rannsakendur fylgdu 9000 manns eftir í 25 ár og komust að því að tennis jók lífslíkur fólks um 9,7 ár að meðaltali, badminton um 6,2 ár og fótbolti um 4,7 ár. Þessar niðurstöður þykja benda til þess að hreyfing og félagsleg virkni hafi veruleg áhrif þegar kemur að lífslíkum.
Hefur þú ekki tíma til að hreyfa þig í 30 mínútur daglega. Rannsóknir benda til að öll hreyfing telji sama hversu lítil hún er og geti bætt lífslíkur fólks. Bara að ná hjartslættinum upp í tvær mínútur á dag hjálpar til. Abby King hjá Stanford Prevention Resarch Center mælir með að fólk gangi stiga í stað þess að taka lyftuna, leggi bílnum sínum nokkur hundruð metrum frá þeim stað sem það ætlar að fara á eða drífi sig í góðan göngutúr eftir kvöldmat. Þetta ættu flestir að geta gert og það hefur góð áhrif á heilsuna.
Öll hreyfing eykur lífslíkur og þess meira sem fólk hreyfir sig því betra en upp að vissu marki, segir Alpa Patel faraldsfræðingur hjá American Cancer Society. Of mikil þjálfun getur verið skaðleg. En fólk sem æfir í rúma klukkustund á dag minnkar líkurnar á ótímabærum dauðdaga um 37 prósent miðað við þá sem hreyfa sig ekki ef marka má rannsóknir.
Fólk ætti að æfa á sem fjölbreyttastan hátt, segir í greininni á aarp.org. Þegar kemur að langlífi ætti fólk til að mynda að taka skorpuæfingar inn á milli. Skorpuæfingar ganga út á að taka röð erfiðra stuttra æfinga með stuttum hvíldum á milli. Rannsóknir benda til að HIIT æfingakerfi geti hægt á öldrunarferlinu.
Þess lengri tíma sem fólk eyðir í sitjandi stöðu því meiri líkur eru á að það deyi ótímabærum dauðdaga, jafnvel þó það stundi æfingar öðru hvoru. Rannsókn sem gerð var árið 2017 og tók til 8000 . . . LESA MEIRA