Lesblindir snillingar
Dyslexía - Lesblinda
Orðið dyslexía (Lesblinda) er komið úr grísku og þýðir erfiðleikar með orð ("dys" - erfiðleikar; "lexis" - orð). Það er því sjálfgefið að nemandi sem á við slíka erfiðleika (lesblindu) að etja á erfitt uppdráttar í hefðbundnu námi sem byggir á bókinni - lestri og skrift.
Dyslexía (Lesblinda) er fræðiorð eða hugtak yfir sértæka lestrarörðugleika. Nokkur ágreiningur hefur verið um skilgreiningar á dyslexíu (Lesblindu) enda fræðin yfirgripsmikil. Lestrarörðugleikar voru fyrst greindir síðla á 19. öldinni í tengslum við læknisfræði. Gengið var út frá því að þeir væru tengdir sjónrænum þáttum og talað um orðblindu. Niðurstöður rannsókna sem gerðar hafa verið á síðustu áratugum hafa gefið mönnum aðra og víðari sýn á vandann og í kjölfarið hafa skilgreiningar breyst samanber eftirfarandi: hérá eftir að setja texta sem segir frá niðurstöðum um ransóknir á lesblindu.
Fjölmargir af mestu frumkvöðlum og uppfinningamönnum tuttugustu aldarinnar voru lesblindir. Þótt þeir væru ekki alltaf sjálfir heilinn á bak við uppfinnningarnar, þá voru þeir heilinn á bak við að uppfinningin sló í gegn.
Thomas Alva Edison er meðal annars titlaður faðir ljósaperunnar og plötuspilarans, ásamt hundruða annarra uppfinninga sem skipa honum sess sem einn mesta uppfinningamann sögunnar.
Alexander Graham Bell fann meðal annars upp símann.
Henry Ford kom fram með leið til að fjöldaframleiða bíla og auðgaðist vel af því.
Bill Gates er ótvírætt frumkvöðull í tölvutækni og það gerði hann ríkasta mann heims.
William Hewlett, stofnandi Hewlett Packard tölvurisans er lesblindur og tókst augljóslega að virkja það vel.
Steve Jobs er stofnandi Apple tölvurisans og maðurinn á bak við teiknimyndarisann Pixar, sem kom teiknimyndum aftur á kortið með Toy Story, Bug´s Life og núna síðast Finding Nemo. Teiknimyndir hafa ekki verið eins vinsælar síðan Walt Disney var og hét, en hann var að sjálfsögðu lesblindur líka.
Albert Einstein er oft notaður sem tákn um ofurgreind og hann var óumdeilandlega mikill frumkvöðull á sínu sviði þrátt fyrir lesbindu.
Isaac Newton var lesblindur en hann er meðal áhrifamestu frumkvöðla sögunnar og er þekktastur fyrir að uppgötva aðdráttarafl jarðar.
Leonardo da Vinci var ekki aðeins einn mesti listamaður sögunnar, heldur var hann mikill verkfræðingur og hugsuður. Hann hannaði meðal annars svifdreka 500 árum en Wright bræður flugu í fyrsta sinn, en þeir voru reyndar líka lesblindir ásamt Charles Lindbergh sem fyrstur flaug yfir Atlantshafið með viðkomu á Íslandi.
Pablo Picasso, einn framsæknasti og áhrifamesti myndlistamaður tuttugustu aldarinnar.
Steven Spielberg, einn afkastamesti kvikmyndaleikstjóri sögunnar.
Jamie Oliver, klæðalausi kokkurinn hefur einstaka hæfni til að búa til auð úr matseld og hann er ekki smeykur við að viðurkenna að hann sé lesblindur.
Hans C. Andersen er gott dæmi um það að lesblinda getur verið kostur fremur en hindrun þegar kemur að ritstörfum og sama máli gegnir um einn mesta glæpasagnahöfund heims, Agatha Christie. Margir fremstu rithöfundar heims áttu við lesblindu að stríða, enda er sköpunargáfa og öflugt ímyndunarafl einn af grunnþáttum lesblindunnar.
J. K. Rowling höfundur metsölubókanna um Harry Potter er lesblind.
Ted Turner er meðal ríkustu manna heims, en þegar hann stofnaði bandarísku sjónvarpsstöðina CNN sagði hann að tilgangur hennar væri að stuðla að friði í heiminum með því að auka þekkingu og samskipti milli þjóða heimsins.
Tom Cruise er gott dæmi um lesblindan einstakling sem nær mjög langt í leiklist, en það er einmitt fag sem margir lesblindir leita í, þrátt fyrir að þurfa að lesa mikið í því starfi. Þar má líka nefna sir Anthony Hopkins, sem frægastur er fyrir að leika fjöldamorðingjann Hannibal Lecter og Will Smith sem er einn fárra sem hafa náð jafnmiklum frama í tónlist og leiklist.
John Lennon var lesblindur og segja má að lag hans "Imagine" gæti verið einkennislag lesblindra því auðugt ímyndunarafl og framtíðarsýn er eitt megineinkenni allra sem hér hafa verið taldir upp.
Á Íslandi má nefna forsetafrú Dorrit Moussaieff, kvikmyndagerðarmennina Hrafn Gunnlaugsson og Friðrik þór Friðriksson, en þeir hafa verið gífurlega afkastamiklir og má segja að þeir hafi báðir leikið lykilhlutverk í að byggja upp íslenska kvikmyndagerð og Friðrik Þór er einn af örfáum Íslendingum sem nokkurntíma hefur verið tilnefndir til Óskarsverðlauna.
Bubbi Morthens er skrifblindur og óhætt er að telja hann einn mikilvirkasta og fremsta tónlistarmann þjóðarinnar.
Daði Guðbjörnsson listmálari hefur nýtt sína myndrænu hæfileika á frábæran hátt.
Það gefur auga leið að meðal myndlistarmanna hljóta lesblindir að vera fjölmargir, enda telja sumir kennarar Listaháskóla Íslands að hlutfall lesblindra meðal nemenda þar sé allt að 90%.
Marga fleiri mætti upp telja.
Vefsíðan X-traordinary people var opnuð 2004. British Dyslexia Association átti þátt í að stofna síðuna. Tilgangurinn er að gera skóla jákvæðari gagnvart nemendum með dyslexíu. Þar má finna lista yfir heimsþekkta lesblinda einstaklinga.
Heimild: fli.is