Fara í efni

Ljúffenga fiskifatið

Ljúffengt fiskifat.... dásemd á mánudegi!
Ljúffenga fiskifatið

Ljúffengt fiskifat.... dásemd á mánudegi!

Hráefni: 

1 laukur
1/2 paprika
2 miðlungs stórar gulrætur
3 hvítlauksrif
1 msk paprikuduft
1 tsk cumin
1 dós niðursoðnir tómatar (diced tomatoes)
1 stór dós Ora maísbaunir
salt og pipar
1 ýsuflak
Steinselja
Rifinn ostur
4-5 konfekttómatar

Aðferð:

1) Hitið ofn í 180 gráður 
2) Steikið laukinn upp úr olíu á pönnu þar til hann fer að mýkjast
3) Bætið þá við hvítlauk, cumin og paprikudufti og blandið vel saman
4) Hellið tómötunum á pönnuna og látið bubbla, saxið grænmetið og bætið út í. Leyfið þessu að malla í 10 mín á vægum hita.
5) Bætið maísbaunum við og látið malla áfram í 5 mínútur
6) Hellið nú blöndunni af pönnunni í eldfast mót
7) Skerið ýsuna í bita og raðið ofan á
8) Saltið létt og piprið og stráið rifnum osti yfir
9) Skerið konfekttómata í fernt og stingið þeim inn á milli 
10) Bakið í 10-12 mínútur eða þar til ýsan er elduð í gegn
11) Takið út, dreifið ferskri steinselju yfir og berið fram

Uppskrift í boði birnumolar.com