Lyf við tannskemmdum
Eitt af því sem hræðir kannski flesta sem kvíða tannlæknaheimsókn er hinn alræmdi bor.
Það verður að viðurkennast að hvort sem tannlæknirinn vekur hræðslu eða ekki þá er borinn alltaf frekar óspennandi tilhugsun.
Tannlæknar gætu þó kannski fljótlega séð fram á borfría vinnudaga, því ný rannsókn á þremur þekktum lyfjum, m.a. lyfi við Alzheimer’s, gefur til kynna að við getum örvað náttúrulegt viðbragð líkamans til að gera við tennurnar.
Þegar tennurnar skemmast svo mikið að tannkvikan er í hættu kviknar á viðgerðarviðragði í tannvefnum þar sem tannbein hleðst utan um kvikuna. Þessi viðgerð dugar til að halda tannkvikunni heilli en því miður er það ekki nægilega sterkt til að gera tönnina heila á ný.
Rannsóknarhópur við King College London hefur skilgreint hvernig viðgerðin fer fram, þ.e. hvaða sameindir það eru sem setja uppbyggingu tannanna í gang. Eitt prótín sem spilar lykilrullu í þessu ferli er ensím sem kallast Glycogen synthasi kínasi 3 (GSK-3).
GSK-3 er bremsa viðgerðarferilsins en þegar virkni GSK-3 er hindruð getur viðgerðarferillinn haldið ótrauður áfram, jafnvel þó kvikan er úr allir hættu.
Með þetta í huga prófaði hópurinn þrjú þekkt lyf sem bindast við GSK-3 og hindra virkni hans. Hópurinn bjó til holur í músatennur og notaði svo efnin til að örva viðgerðarferla. Í öllum tilfellum sá hópurinn að þegar efnin voru til staðar voru tennurnar orðnar heilar þegar þær voru skoðaðar fjórum vikum seinna.
Með því að skoða lyf sem nú þegar hafa farið í gegnum klínískar prófanir er rannsóknarhópurinn að stytta biðtíma þess að notkun lyfjanna til tannviðgerða verða raunverulegar. Þess gæti því verið skammt að bíða að tannfyllingar heyra sögunni til.
Af vef hvatinn.is