Fara í efni

Má bjóða þér bolla af te ? - Svona lítur bolli af te út í 22 mismunandi löndum

Ef þú ert forvitin/n að sjá hvernig te-menningin er út í heimi lestu þá áfram.
Má bjóða þér bolla af te ?  - Svona lítur bolli af te út í 22 mismunandi löndum

Ef þú ert eldri en 7 ára þá veistu eflaust hvað te er.

En þú þekkir kannski bara hefðina er viðkemur tei í þínu heimalandi.

Ef þú ert forvitin/n að sjá hvernig te-menningin er út í heimi lestu þá áfram.

 

 
 
 
 
 
 
Japan

Matcha er fín malað grænt te. Hefðin í kringum te í Japan er ævagömul og þar snýst allt um undirbúning, að bera það fram og svo drekka matcha te.

g

Indland

Indverskt te á sér langa sögu. Oft notað í lækningaskyni og einnig bara til þess að njóta góðs bolla af te. Vinsælasta te í Indlandi er Indian Masala Chai, það er sterkt svart te sem í er bætt kryddum eins og kanil, múskat,negul og engifer.

g

Bretland

Te-drykkja í Bretlandi er svo mismunandi að það er erfitt að tala um einhverja eina hefð. En oftast er það drukkið með mjólk. Einnig er það oft drukkið svart með sítrónu og sykri.

g 

Tyrkland

Tyrkneskt te er kallað cay, borið fram Chai en þetta er svart te sem er drukkið án mjólkur. Þetta te er drukkið með flest öllum máltíðum.

g 

Tíbet

Smjör te (butter tea) einnig kallað po cha í Tíbet er framreitt með salti og smjöri unnið úr uxa mjólk. Þetta te er frekar salt og feitt.

g 

Marokkó

Myntu te er þjóðardrykkur í Marokkó og er næstum skylda að bera fram þegar fólk kemur saman. Fólk ferðast langar leiðir bara til að smakka þetta sérstæða te.

h 

Hong Kong

Hong Kong mjólkur te er oft kallað „sokkabuxna te“ eða „silkisokka te“ þar sem það er yfirleitt bruggað í stórum te sokk sem líkist ansi mikið sokkabuxum. Þetta te er milt og sætt á bragðið.

h

Taiwan

Í Taiwan er það Oolong te sem er mest drukkið. Oolong te frá Taiwan er talið eitt það besta Oolong te sem hægt er að fá í heiminum og hefur verið kallað kampavín tesins.

h 

Kuwait 

Í Kuwait er drukkið venulegt heitt te. Oft er þetta te samt kryddað með saffran eða myntu.

h 

Rússland

Það er mikil saga á bakvið te drykkju í Rússlandi. Ein ástæðan er kalt veðurfar í landinu. Tedrykkja í Rússlandi er núna stór hluti af menningu landsins. Drykkurinn er oftast borinn fram í enda máltíðar ásamt eftirrétti.

j

Pakistan 

Te er kallað chai í Pakistan og er hluti af menningu landsins. Ef þú ert svo heppin að heimsækja Pakistan einn daginn þá gætir þú séð t.d að verslunareigendur eru með te á krana (svona eins og bjórinn er hér).

h 

Thailand

Thai íste eða cha-yen (sem þýðir kalt te) er drykkur sem gerður er úr afar sterk brugguðu Ceylon te, blandað með mjólk og sykri.

j 

Kína 

Í viðbót við að vera drykkur þá nota kínverjar te einnig sem lyf og í matargerð.

b 

Egyptaland

Egyptar eru þekkt fyrir að vera miklið te drykkju fólk. Þeirra drykkur er kallaður Karakadeh tea, en þessi drykkur er súrsætur, rauður á lit og þú getur drukkið þetta te bæði heitt og kalt.

b

Mongólía

Te í Mongólíu er ekkert líkt því tei sem við þekkjum. Það er bruggað með salti og í sumum tilvikum þá er bætt í það mat eins og hrísgrjónum og núðlum.

n 

Kenía

Mest af tei framleitt í Kenía er svart te. Þeir sem eru miklir te drykkju menn og konur elska teið frá Kenía, það er kopar litað og hefur sérstætt bragð.

n 

Suður Afríka

Í Suður Afríku er það Rooibos plantan sem framleiðir skærrautt te og það er ekki að finna í neinu öðru landi. Þetta er er borið fram á sama hátt og svart te, þ.e með viðbættum sykri og mjólk. Oft er einnig notað hunang í stað sykurs.

s 

Quatar 

Í Quatar eru þeir að drekka sterkt te með mjólk. Þetta te er kallað karak chai og er vinsælt um allt landið. Karak er te með mjólk og er bruggað tvisvar til að ná fram sterku bragði.

v 

Máritía

Te í Máritíu er borið fram á sérstæðan máta. Ef þú ert gestur þá færð þú þrisvar í bollann þinn. Þú færð nýjan bolla í hvert sinn því þú byrjar á ósætu tei en svo verður það sætara með hverjum bolla.

c

Malasía

Teh tarik (pulled tea) er heitt te með mjólk. Þessi drykkur á sér stérstakan stað í hjörtum þeirra er búa í suðaustur Asíu.

c 

Argentína

Yerba mate (borið fram mah-tay) er te sem er stútfullt af vítamínum enda grænt te.

Bandaríkin

Íste er afar vinsælt í Bandaríkjunum og þá aðalega í suðri. Stundum er íste kallað „borð vín suðursins“.

v 

Skemmtilegur fróðleikur um te frá hinum ýmsu löndum.

Mundu okkur á Instagram #heilsutorg #heilsudrykkir