Fara í efni

Málþing um offitu á Læknadögum 2015 – Ný sýn á Offitumeðferð

Félag Fagfólks um offitu (FFO) stendur fyrir málþingi á Læknadögum í Hörpu þann 19. janúar næstkomandi kl. 13:10-16:10.
Málþing um offitu í janúar 2015
Málþing um offitu í janúar 2015

Félag Fagfólks um offitu (FFO) stendur fyrir málþingi á Læknadögum í Hörpu þann 19. janúar næstkomandi kl. 13:10-16:10. Tilgangurinn með málþinginu er að varpa fram nýrri sýn á offitumeðferð og reyna þannig að auðvelda þeim sem fást við sjúklinga með offitu að nálgast þá úr nýrri átt og hreyfa við lífsvenjum þeirra í rétta átt.

Fjallað verður um stöðu offitumeðferðar í íslensku heilbrigðiskerfi nú og tengsl offitu og svefntruflana, fíknisjúkdóma og þarmaflórunnar, málefni sem ekki hafa verið áberandi í umræðu um offitu hingað til. Á málþinginu verður lögð áhersla á hlutverk heilbrigðiskerfisins í offituvandanum og hvernig skynsamlegt er að nálgast einstaklinga sem glíma við offitu

Aðalræðumaður þingsins er Arya Sharma sem þekktur er fyrir skrif sín á síðunni http://www.drsharma.ca Arya er stofnandi og forstöðumaður vísindadeildar (e. Scientific Director) hins Kanadíska offitunets (Canadian Obesity Network) sem er tengiliðanet yfir 10.000 rannsakenda, heilbrigðisstarfsmanna og annarra sem koma að offitumálum í Kanada. Forvitnilegt verður að heyra nálgun hans á hver aðalatriðin eiga að vera í offitumeðferð en Arya er bæði fróður og skemmtilegur fyrirlesari.

Auk þess koma til landsins tveir gestir til viðbótar frá Norður-Ameríku, Vera Tarman, sem sérhæft hefur sig í matarfíkn og Sólveig Dóra Magnúsdóttir sem tala mun um svefninn og offitu. Þær Vera og Sólveig Dóra eru báðar læknar en Sólveig Dóra stýrir svefnmælingafyrirtækinu SleepImage í Denver, Colorado.

Anna Sigríður Ólafsdóttir er dósent í næringarfræði og Erla Gerður Sveinsdóttir læknir munu svo taka ný sjónarhorn á hvað við eigum að leggja áherslu á og skoða til að auðvelda okkur hvatninguna á skjólstæðingahópnum.

Fundarstjóri er Tryggvi Helgason barnalæknir

Dagskrá

13:10-13:15 Setning

13:15-14:15
Arya Sharma, MD/PhD, Alberta University, Canada:
The 5As of Obesity Management

14:15-14:35 Erla Gerður Sveinsdóttir læknir:
Getum við gert betur?

14:35-15:05 kaffihlé

15:05-15:25 Anna Sigríður Ólafsdóttir næringarfræðingur
Þarmaflóran – hlutverk í seddustjórnun, samspil við fæðu og áhrif á holdafar.

15:25-15:45 Vera Tarman, MD, Canada
Food Addiction: Does it Exist? Why do We Care?

15.45-16:05 Sólveig Dóra Magnúsdóttir læknir
Eggið eða hænan, svefntruflun og offita

16:05-16:10 Slit