Mangó Lassi
Afar ferskur og góður.
Þessi indverski drykkur er eins og mangó mjólkurhristingur og hann er dásemd.
Afar góður að bera fram ef þú ert með matarboð og í boði er sterkur, kryddaður matur.
Uppskrift er fyrir 6 og þú ert 10 mínútur að búa hann til.
Hráefni:
6 grænir kardimommu fræbelgir – má sleppa
2 þroskuð mangó
500 gr fitulaus hreinn jógúrt
100 gr af ísmolum
Fljótandi hunang – má sleppa
Leiðbeiningar:
Takið kardimommu belgina og kremjið þá og fjarlægið allt nema fræin. Þau á að merja í fínt duft og setja til hliðar.
Skerið mangóið niður (best að hafa það vel þroskað) skiljið steininn eftir í miðjunni og afhýðið mangóið.
Nú skal setja mangó í blandara ásamt ísmolum, 1 msk af hunangi og kardimommu duftinu og ekki má gleyma jógúrtinu.
Látið blandast vel saman og smakkið til með hunangi, má bæta við ef ykkur langar að drykkurinn sé sætari.
Þetta skal borið fram um leið og er tilbúið. Dásamlegt að drekka eftir sterka og vel kryddaða máltíð.
Njótið vel því það er alltaf gaman að prufa eitthvað nýtt.
Uppskrift í boði Jamie Oliver