Marokkókryddaðar kjúklingabringur með sólþurrkuðum tómat og kóríander-Couscous
Marokkókryddaðar kjúklingabringur með sólþurrkað tómat og kóríander-Couscous.
Aðalréttur fyrir 4
4 stk kjúklingabringur (eða ca.800g -1kg)
1 dl Mangó chutney
1/2 dl góður appelsínusafi (sykurlaus)
1/2 dl teryakisósa
½ dl Olívuolía
2 msk möndluflögur
1 tsk laukduft
½ tsk cummin
¼ tsk cayennepipar
½ tsk kanill
½ tsk kóríanderduft
½ tsk turmeric
1 dós hreinn jógúrt (2 dl)
Aðferð:
Setjið kjúklingabringurnar í eldfastmót, setjið restina af hráefninu í matvinnsluvél og maukið vel saman, hellið yfir kjúklingabringurnar og nuddið vel utanum þær , leyfið þessu að marinerast í lágmark 1 klst. Steikið kjúklingabringurnar í 200° heitum ofni í ca. 35-40 mín eða þar til kjarnhitinn nær 70°c látið standa úti í nokkrar mínútur. Þá er safinn af kjúklingnum (það sem eftir er í forminu)sigtaður í skál og jógúrtinn blandaður saman við, smakkað til með smá sítrónusafa, salti og pipar og borið fram kjúklingnum sem sósa.(það gæti þuft að bæta 2-3 msk af vatni í formið til að fá meiri sósu.
Couscous:
2 dl góður eplasafi (sykurlaus)
2 dl vatn
Smá grænmetiskraftur (10 g)
½ tsk kóríanderduft
½ tsk karrýduft
200 g heilhveiti-coucous
4 msk sólþurrkað tómatpestó í krukku (eða heimalagað, sjá uppskrift í „sósur og meðlæti“)
2 msk rúsínur
1/3 blaðlaukur (200 g) gróft saxaður
100g grilluð rauð paprika (skorin í strimla)
½ búnt kóríander (gróft saxað)
Aðferð:
Sjóðið uppá eplasafanum, vatninu, grænmetiskraftinum, kóríanderduftinu og karrýinu, blandið saman Coucous-inu, sólþurrkuðu tómatpestóinu,rúsínunum, blaðlauknum, paprikunni og kóríandernum saman í skál og hellið sjóðandi vökvanum yfir, hrærið létt í þessu og plastið síðan vel yfir og leyfið að standa í ca. 10 mín eða þar til couscous-ið hefur dregið í sig allan vökvan, hrærið þá aðeins í þessu með gaffli til að losa allt vel í sundur og smakkið til með salti og pipar.