Fara í efni

Máttur og mikilvægi hjartans - Guðni og hugleiðing dagsins

Máttur og mikilvægi hjartans - Guðni og hugleiðing dagsins

TAUGABOÐIN

Við lifum á tímum þar sem ofurtrúin á heilann er alger. Núorðið finna vísindamenn samt æ fleiri sannanir um mátt og mikilvægi hjartans. En margt af því er flókið að ná utan um, einfaldlega vegna þess að við höfum svo lengi trúað á ofurmátt heilans.

Getum við til dæmis skilið eftirfarandi upplýsingar?

Hjartað skynjar nokkrum sekúndubrotum áður en heilinn gerir það.

Strangt til tekið þýðir þetta að hjartað sjái fram í tímann – að minnsta kosti það sem við erum vön að kalla tíma. Rannsóknir á taugaviðbrögðum í hjartanu og heilanum sanna þetta samt svo ekki verður um villst; að hjartað tekur taugakippi áður en heilinn hefur skynjað áreiti og skilaboð frá heiminum.