Fara í efni

4 fæðutegundir sem þú átt alltaf að eiga í ísskápnum

Ef þú átt þetta alltaf til í ísskápnum þínum þá getur þú verið viss um að eiga alltaf hráefni í hollan og góðan rétt.
Þetta er gott að eiga í ísskápnum
Þetta er gott að eiga í ísskápnum

Ef þú átt þetta alltaf til í ísskápnum þínum þá getur þú verið viss um að eiga alltaf hráefni í hollan og góðan rétt.

Og já, þú getur hætt að panta eitthvað ruslfæði eins og þú gerðir þegar ísskápurinn var ávallt tómur.

Keri Gans, RD og höfundur bókarinnar The Small Change Diet er hér með lista yfir mat sem að á alltaf að vera til í þínu eldhúsi. Þannig getur þú verið viss um að eiga hráefni í staðgóðan rétt sem er hollur og góður.

Frosnar kjúklingabringur og laxa steikur

Þú þarft ekki að kaupa þetta frosið, það má kaupa kjúklinginn og laxinn ferskann og frysta hann svo heima. Þegar kemur að matmálstímum að þá er bara að muna að vera búin að taka út úr frystinum í tíma eða afþíða í örbylgjunni. Svo eldar þú þann rétt sem að þér langar í. Próteinið í kjúkling og omega 3 í laxinum gerir það sem þú eldar að afa hollri máltíð.

Egg

Alltaf að eiga egg. Þau eru ekkert svo dýr og endast í dágóðan tíma í ísskápnum. Það er fljótlegt að elda egg og þau eru full af proteini.

Frosið grænmeti

Veldu það sem að þér þykir best, spínat, brokkólí eða blöndu í poka. Allt sem þarf að gera er að taka poka úr frystinum og steikja, sjóða eða gufusjóða með smá olífuolíu og hvítlaukskryddi og þú ert komin með frábært meðlæti hvort heldur er með kjúklingi eða laxi. Það má líka nota grænmetið og gera góða ommilettur.

Þarna ertu komin með góðan skammt af próteini og trefjum.

Kassi af heilkorni

Spáðu í þessu, cous cous, brún hrísgrjón og heilhveiti pasta. Í alvöru, allt sem þú þarft að gera er að opna kassa og sjóða vatn og nota svo eitthvað af þessu þrennu sem upp var talið og þarna er kominn dásemdar saðsamur kvöldverður.

Einfalt ekki satt?

Heimild: womenshealthmag.com