Matur sem er „neikvæður“ í kaloríum – þeim mun meira sem þú borðar, þeim mun meira verður þyngdartapið
Þú heldur kannski að eina leiðin til að léttast sé að sleppa ákveðnum tegundum af mat og minnka kaloríu inntökuna. Ef svo er, þá hefur þú ekki kynnst þeim mat sem kallaður er „neikvæður“ í kaloríum.
En hvað er neikvætt kaloríu jafnvægi?
Svarið er einfalt – það er matur sem að nærir líkamann á færri kaloríum en það tekur að melta hann og á sama tíma fyllir þig af orku.
Hvaða matur inniheldur neikvæðar kaloríur?
Það er allur matur sem er með lágan sykurstuðul og er afar trefjaríkur.
Ávextir, grænmeti og jurtir eru á þessum lista. Þessi matur bætir efnaskiptin og framleiðir emsími sem þannig kveikir á líkamanum að eyða uppsöfnuðum birgðum.
Grænmeti sem mælt er með: Aspas, grænar baunir, rauðrófur, rósakál, gulrætur, blómkál, sellerí, radísur, gúrka, laukur, kál, spínat og tómatar.
Ávextir sem mælt er með: Epli, brómber, trönuber, greipávöxtur, sítrónur, lime og hindber.
Kryddjurtir sem mælt er með: Kanill, negull, chillí, kóríander, hörfræ, hvítlaukur, laukur og steinselja.
Þessi matur hefur afar jákvæð áhrif á líkamann og hérna eru nefnd nokkur þeirra:
Bætir efnaskipti í líkamanum
Eykur orkuna
Kemur jafnvægi á blóðsykur
Bætir meltinguna og hreinsar ristilinn
Kemur í veg fyrir bólgur í líkamanum
Dregur úr kólestróli
Bætir einbeitingu
Dregur úr stressi, kvíða og þunglyndi
Bætir svefninn
Gerir húðina unglegri, endurnýjar hárið og styrkir neglurnar
Mikilvægt: Til að ná góðu þyngdartapi er mikilvægt að borða að minnstakosti 1.kg af ofangreindum mat daglega. Það á að borða þetta ferskt og alveg óunnið.
Það er hægt að búa til dásamlegt salat sem dæmi. Einnig er ekki mælt með því að borða þennan mat með olíu eða einhverju sætu.
Heimild: healtyfoodteam.com