Mikilvægt er að velja réttu hlaupaskóna og nú styttist í Reykjavíkur Maraþonið
Hlaupaskór flokkast í stórum dráttum í tvo flokka, höggdempandi og fjaðrandi.
Fjaðrand skór eru þeir sem ýta þér áfram og henta vel fyrir létta, vana hlaupara. Einnig eru fjaðrandi skór notaðir fyrir stutta og hraða spretti/hlaup. Þessir skór eru oft notaðir sem keppnisskór hjá keppnishlaupurum. Því þarf að gæta þess að þegar afrekshlaupari talar um í hvaða skóm hann keppir í þá eru það yfirleitt ekki sömu skór og viðkomandi æfir lang mest í. Afrekshlaupari notar yfirleitt mest höggdempandi skó við æfingar.
Dæmi um fjaðrandi skó frá Brooks eru t.d. Levitate, Ricochet og Launch. Hönnun miðsólans og undirsólans er að gefa hlauparanum orkuna úr niðurstiginu fljótt aftur í skrefið til að veita aukinn kraft í frásparkið.
Höggdempandi skór eru hinsvegar þeir skór sem eru mest notaðir og hlauparar ættu að hlaupa flesta kílómetra á þannig skóm. Þeirra hlutverk er að minnka höggið sem kemur upp fótinn og minnkar þar af leiðandi verki sem geta komið í fótum eins og í hné og beinhimnubólgu. Höggdempandi skór fara mun betur með fótinn en fjaðrandi skór. Hafa þarf í huga að höggdempun er ekki sama og skór sem eru mjúkir að stíga í. Það eru til skór sem eru mjúkir að stíga í en hafa ekki þennan eiginleika að eyða högginu, slíkir skór eru oftast tísku strigaskór.
Dæmi um höggdempandi skó frá Brooks eru Ghost og Glycerin. Efni og hönnun miðsólans með 'IDEAL Pressure Zones' tækninni dreifir högginu úr niðurstiginu út til hliðanna og því í burtu frá fætinum og líkamanum sem minnkar þar af leiðandi álag upp stoðkerfið.
Bæði fjaðrandi og höggdempandi skór koma með hlutlausa styrkingu og innanfótarstyrkingu. Ef valinn er rangur stuðningur við fót getur það valdið verkjum í hnjám og fótum. Allir innanfótastyrktir skór frá Brooks sem komu á markaðinn í vor 2019 eru með nýja gerð af styrkingu sem kallast Guiderails. Stuðningurinn er ólíkur öllu öðru á markaðnum. Hann var hannaður fyrst og fremst með hné í huga og hvernig hnjáliðirnir hreyfast miðað við fótinn. Stuðningurinn á að leiðrétta skekkju í fætinum sem leiðir upp í hné - minnka verki í hnjám sem koma útaf röngu ástigi út frá ökklum sem síga inn og niður. Dæmi um skó frá Brooks með slíkri innanfótastyrkingu eru Bedlam, Ravenna og Transcend.
Einnig eru til sérhæfðir skór sem henta fyrir ákveðið undirlag og hlaup eins og til dæmis utanvegaskór og spretthlaups gaddaskór. Sólinn á þessum skóm gerir það að verkum að þeir henta betur fyrir þessi hlaup.
Til þess að ganga úr skugga um hvernig skór henta best þínum fótum er öruggast að fara í gönugreiningu. Hjá Eins og Fætur Toga er skoðað hvernig álag dreifist á fótinn í skrefinu, hvort skekkjur séu í hælum, ökklum eða hnjám og mælt hvort mislengd sé á ganglimum bæði frá mjöðmum og hnjám. Einnig er athugað hvernig viðkomandi beitir sér við göngu og hlaup ef það á við.
Hægt er að versla allar ofangreindar Brooks týpur hjá Eins og Fætur Toga. Brooks skór hafa fengið flest verðlaun hjá Runners World (RW) (lang stærsti óháði aðilinn sem metur hlaupaskó og annan hlaupabúnað). Unfanfarin 10 ár hafa allir helstu skór Brooks hafa fengið verðlaun hjá RW. Brooks hlaupaskór eru á betra verði en á hinum norðurlöndunum og Brooks er á mun betra verði á Íslandi en allir helstu keppinautarnir. Nýleg könnun sýnir að 30% Íslendinga notuðu Brooks hlaupaskó í Reykjavíkurmaraþoninu 2018!
Til að mynda hlaupa Íslandsmeistarinn Hlynur Andrésson og Ólympíumeistari ungmenna Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í skóm frá Brooks ásamt fleira afreksíþróttafólki.
Þú ættir að geta fundið bestu hlaupaskóna hjá Eins og Fætur Toga.