Mokka próteinstykki á hollu nótunum
Gæða próteinstykki blönduð með ljúffengu espresso.
Það er svo gott að geta gripið eitt svona með sér í vinnuna t.d og sleppa öllu narti fram að hádegi eða grípa í það um miðjan dag þegar sykurlöngunin bankar ansi oft uppá.
Uppskrift er fyrir 12 stykki.
Hráefni:
1 bolli af steinalausum döðlum
1 bolli af hnetum – gott að nota ½ af kasjú og ½ af möndlum
2 msk af súkkulaði próteindufti – helst vegan
1 Nespresso orginal capsule – eins og notað er í margar teg.kaffivéla í dag
Klípa af grófu sjávarsalti
1-2 msk af möndlumjólk eða kókósmjólk
¼ bolli af mjólkurlausum súkkulaðibitum – flögum
Leiðbeiningar:
Setjið döðlur í matarvinnsluvél eða kraft mikinn blandara og látið maukast niður í bita í bauna stærð.
Bæti nú saman við hnetum og látið vinnast saman þar til hnetur eru einnig í bauna stærð.
Nú má setja prótein duftið, espresso og sjávar saltið og láta þetta allt vinnast vel saman. Mjög Vel.
Deig á að vera örlítið duftkennt en klístrað ef þrýst er á það.
Setjið nú þá mjólk sem þið ætlið að nota, 1 msk í einu þar til deig er orðið eins og klístruð kúla. Það má samt alls ekki vera of blautt.
Takið bökunarplötu og setjið bökunarpappír á hana og þrýstið öllu deiginu á plötuna, þétt og vel.
Setjið í frysti í um 15-20 mínútur.
Takið úr frysti og skerðu í 12 stykki.
Bræðið súkkulaðibita í örbylgjunni og dreifið því jafnt yfir stykkin.
Þetta geymist inn í ísskáp í 2 vikur en lengur í frystinum
Njótið vel!