MORGUNVERÐARSNILLD: Ristaðbrauð með avókadó, eggi, arugula og beikoni
Fljótlegur og hollur morgunverður og tilvalinn fyrir alla fjölskylduna.
Fljótlegur og hollur morgunverður og tilvalinn fyrir alla fjölskylduna.
Best er að nota heilkorna brauð í þessa uppskrift.
ATH: auðvelt að stækka þessa uppskrift.
Hráefni:
½ avókadó – stappað
1 sneið af heilkorna brauði – rista sneiðina
Klípa af ferskum svörtum pipar
½ bolli af arugula
1 sneið af beikoni
½ tsk af uppáhalds olíunni þinni – ég nota avókadó olíu eða kókósolíu
1 stórt egg
Leiðbeiningar:
Smyrjið avókadóstöppunni á ristuðu brauðsneiðina og kryddið með pipar.
Toppið með arugula.
Eldið beikon á pönnu á meðal hita þar til beikon er stökkt. Tekur um 2-4 mínútur.
Þerrið beikon með eldhúspappír.
Hitið olíuna á pönnu.
Brjótið eggið yfir olíuna.
Lækkið hitann og leyfið eggi að eldast í 5-7 mínútur. Rauða á að vera mjúk.
Toppið svo brauðsneiðina með egginu og muldu beikoni.
Súper morgunverðarbrauð.
Njótið vel!