MORGUNVERÐUR – beikon og jalapeno egg samloka
Þessi holli morgunverður saman stendur af eggjasamloku með kalkúnabeikoni og jalapenó pipar. Hún er afar bragðgóð og næringarík og fyllir þig af orku fyrir daginn.
Þessi holli morgunverður saman stendur af eggjasamloku með kalkúnabeikoni og jalapenó pipar.
Hún er afar bragðgóð og næringarík og fyllir þig af orku fyrir daginn.
Uppskrift er fyrir einn.
Hráefni:
1 lengja af kalkúnabeikoni
2 grófar brauðsneiðar – heilkorna
Olía að eiginvali
1 stórt egg
Cheddar ostur eftir smekk
Pipar
½ lítið jalapenó – skorið smátt
2 þunnar sneiðar af rauðlauk
1 þykk sneið af tómat
4-5 lengjur af graslauk – söxuðum
Leiðbeiningar:
- Hitið járnpönnu á meðal hita. Eldið beikonið þar til það er krispí og setjið til hliðar
- Skellið brauðsneiðum á pönnuna og ristið í um 2 mínútur á hvorri hlið, passa að brenna það ekki
- Setjið nú olíu á pönnuna. Eldið eggið í um 30 sekúndur. Kryddið með pipar og osti. Eldið þar til eggið er tilbúið. Setjið eggið á aðra brauðsneiðina og skellið beikoni, jalapenó, lauk, tómat og graslauk ofan á og lokið með hinni brauðsneiðinni. Það þarf ekki að nota tvær brauðsneiðar. Oft er ein nóg.
Berið fram strax og njótið vel!