Fara í efni

Myrkrið og ljósið - hugleiðing dagsins

Myrkrið og ljósið - hugleiðing dagsins

Hvað hefur fæðst úr myrkri?

Ljósið og kærleikurinn mynda uppsprettu lífsins á þessari jörð. Þetta er ekki flókið að sanna:
Sjáðu fyrir þér tvo klefa. Annar er upplýstur, hinn er myrkur. Sjáðu fyrir þér dyr á milli klefanna.

Þegar þú opnar dyrnar mun ljósið flæða inn í dimma klefann og lýsa hann upp. Myrkrið flæðir ekki – það víkur fyrir ljósinu.
Myrkrið flæðir ekki – það getur aðeins vikið.

Myrkrið skapar ekki – það getur aðeins breitt yfir.
Um leið og þú ákveður að þú verðskuldir ljósið – um leið og þú opnar dyrnar og leyfir ljósinu að lýsa upp líf þitt – þá geturðu lifað til fulls.
Myrkrið er einfaldlega ekki til – myrkur er ekkert annað en skortur á ljósi.