Fara í efni

NÆRANDI SJÁLFSNUDD MEÐ OLÍUM

Að gefa sér góðan tíma í sjálfsrækt og dekur er öllum nauðsynlegt en sérstaklega þeim sem vinna mikið eða eru sífellt að hugsa um aðra.
NÆRANDI SJÁLFSNUDD MEÐ OLÍUM

Að gefa sér góðan tíma í sjálfsrækt og dekur er öllum nauðsynlegt en sérstaklega þeim sem vinna mikið eða eru sífellt að hugsa um aðra.

Höfundur greinar er Dagný Berglind Gísladóttir og er greinin fengin að láni frá vef glokorn.is

Ein aðferð til þess er hin fallega indverska athöfn Abhyangasem felst í því að nudda sjálfa/n sig frá toppi til táar með volgri olíu, áður en farið er í sturtu. Þetta er aðferð til hreinsunar og heilsubótar samkvæmt indversku lífsvísindunum Ayurveda og aðferð sem margir jógar nýta sér. Reglulegt sjálfsnudd á að geta aukið vellíðan og er sérstaklega gott fyrir þá sem finna fyrir streitu eða verkjum í líkamanum.

Þessi dásamleg athöfn tekur aðeins 5 til 20 mínútur en er alveg hreint ótrúlega slakandi og nærandi.

Kostir Abhyanga eru ótal margir. Með því að nudda inn í líkamann volgri olíu nærir þú allan líkamann, eykur blóðflæði, mýkir liðina, róar taugarnar, bætir og dýpkar svefn, eykur hreinsun líkamans og nærir hársvörðinn svo eitthvað sé nefnt. Samkvæmt Ayurveda er misjafnt hvaða olíur henta hvaða „dosha“ eða líkamsgerð en aðalmálið er að olían sé lífræn og frá góðu merki. Ef þú vilt taka prófið um hvaða „dosha“ þú ert samkvæmt Ayurveda, smelltu þá HÉR.

OLÍUR:

Eftir DOSHU eða líkamsgerð:

Vata : 4-5 sinnum í viku og nota sesame eða möndlu olíu.

Pitta: 3-4 sinnum í viku og nota kókos eða sólblómaolíu.

Kapha: 1-2 sinnum í viku og nota safflúrolíu – e. Safflower

Öllum þremur gerðum hentar: Jojoba olía

Mér finnst best að gera Abhyanga rétt fyrir svefninn til að losa um stress og þreytu og þá geta olíurnar nært hásvörðinn yfir nóttina, sem ég svo hreinsa úr með kaldri morgunsturtu. Ég er af líkamsgerðinni Pitta svo að ég nota oftast lífræna kókosolíu frá Himneskt eða einhverja góða olíu frá NOW og nudda líkamann frá toppi til táar. Á meðan ég ber á mig olíuna er mikilvægt að ég taki þessa stund í að anda djúpt, vera í núinu og fylgjast með því sem ég er að gera.

AÐFERÐ:

  1. Settu olíu í skál eða bolla og ofan í mjög heitt vatnsbað og leyfðu vatninu að hita olíuna. Athugaðu hitann með því að setja dropa á innri úlnlið, olían ætti að vera notalega volg en ekki heit.
  2. Komdu þér fyrir á þæginlegum stað í volgu herbergi. Ég nota baðherbergið, hita það vel upp og set undir mig handklæði.
  3. Samkvæmt fræðunum er best að byrja á hársverðinum en ég geri það ekki alltaf þar sem stundum vil ég sleppa því að fá olíur í hársvörðinn. En best er að byrja á því að hella olíu á hvirfilinn og vinna sig rólega niður höfuðið með hringlaga strokum. Eyddu nokkrum mínútum í að nudda allt höfuðleðrið, þar er að finna marga mikilvæga orkupunkta.
  4. Nuddaðu næst andlitið með hringlaga strokum, ennið, kinnar, kjálka . . . LESA MEIRA