Fara í efni

Notaðu hyggjuvitið - hugleiðing dagsins

Notaðu hyggjuvitið - hugleiðing dagsins

HVENÆR Á ÉG AÐ BORÐA?

Notaðu hyggjuvitið. Að fylla líkamann af orku skömmu fyrir svefninn er ekkert sérlega skynsamlegt, því að líkaminn þarf hvíld yfir nóttina.

Á námskeiðunum mínum hvet ég fólk meðal annars til að prófa að borða ekkert eftir klukkan sex á kvöldin heldur drekka aðeins vatn og te. Mörgum finnst þetta fyrirfram vera eins og ókleifur múr, en reynslan sýnir að sá sem nærir sig jafnt og þétt yfir daginn nær sér í næga orku til að endast fram að háttatíma.

Hjá flestum er kvöldneyslan yfirleitt tengd við vana, afþreyingu og óróleika frekar en raunverulega orkuþörf.