Nýárs og áramótakveðja frá Guðna lífsráðgjafa
Nýárs og áramótakveðja - munum á nýju ári að uppljómun er þakklæti.
Sá sem telur blessanir sínar en ekki bölvanir er fullkomin manneskja – manneskja sem er komin til fulls inn í eigin tilvist, í þakklæti og frjálsum vilja.
Hún hefur allt sem þarf til að lifa frjálsu, innblásnu og ástríðufullu lífi – hún mun aldrei gera mistök, aldrei hafna sér, ALDREI.
Við eigum svo mikið í svo litlu; öll okkar tilvist rúmast í einu agnarsmáu og risastóru augnabliki sem er, alltaf. Augnablikið er núið og það er snúið og aldrei búið, ekki frekar en lífið. Allt í heiminum er eins og það á að vera – örlæti er alger vitneskja um guð í mér og þér og öllu sem er.
Mátturinn er þinn og þannig hefur það alltaf verið. Við höfum misskilið lífið, misskilið vægið á milli hugans og hjartans, misskilið orkuna sem ekki sést. Mátturinn er þinn – þú þarft aðeins að
mæta til fulls, að velja þig fullkomlega inn í augnablikið, því vilji er vald og máttugur er mættur maður.