Nýr penni á Heilsutorgi, Unnur Rán Reynisdóttir Hársnyrtimeistari
Unnur Rán Reynisdóttir er menntaður hársnyrtimeistari sem hefur sérhæft sig í svokallaðri Grænni hársnyrtingu sem hefur það að markmiði að meðhöndla hár með efnum sem eru ekki skaðleg fyrir þann sem vinnur með þau, ekki skaðleg fyrir viðskiptavininn né fyrir umhverfið.
Rán mun skrifa um græna hársnyrtingu og þá þætti er snúa að heilbrigði hárs og hársvarðar svo og málefni tengd heilsu hársnyrta og annarra sem vinna með öll þau mismunandi efni sem notuð eru við að meðhöndla hár.
Menntun
1999-2003 Hársnyrtinemi á Hárstofunni Feimu og Iðnskólanum í Reykjavík
Vor 2004 Útskrifast með Sveinspróf í Hársnyrtiiðn
Desember 2004 Útskrifast sem Hársnyrtimeistari frá Iðnskólanum í Reykjavík
2008 Grænt námskeið á vegum Iðunnar Fræðsluseturs hjá Johan Galster, efnaverkfræðingi Grøn salon
2011 Grænt námskeið, um efni, vinnuumhverfi og heilsu á hársnyrtistofum, á vegum Energitjenesten í Kaupmannahöfn hjá Johan Galster og fleirum.
Vinna
2003-... Eigandi hárstofunnar Feimu
2011 Sit þing Norrænna stéttafélaga á Íslandi. Séstök áhersla var lögð á Græna hárnyrtingu
2011 Hárstofunni Feimu breytt í Græna stofu að fyrirmynd Grøn Salon
2013 Sit þing Norrænna stéttafélaga í Noregi
2013 Held námskeið fyrir íslenska Hársnyrta um Græna Hársnyrtingu fyrir Iðuna símenntunarstofnun
Unnur Rán Reynisdóttir
Hársnyrtimeistari