Fara í efni

Ofnbakaður lax í engifer, sesam og chili með hýðisgrjónum „Stir fry“

Þennan rétt er líka hægt að nota sem volgan eða kaldan forrétt , og einnig ef að það er afgangur í salat eða í samlokuna.
Lax í engifer
Lax í engifer

Ofnbakaður lax í engifer, sesam og chili með  hýðisgrjónum „Stir fry“

Aðalréttur fyrir 4

800 g Lax (bein og roðlaus)

 

Engifer-marineringin:

1 msk Sesamolía

2 msk engifer fínt rifið

1 msk chilisósa

2 msk teryakisósa (má nota soyasósu)

1 msk hunang

2 stk vorlaukur (má nota graslauk)fínt saxaður

2 msk ljós sesamfræ

½  búnt ferskt kóríander

Salt og pipar

 

Aðferð:

Skerið laxinn í myndarlegar steikur og setjið í eldfast mót,

Mareneringinn: blandið öllu saman nema kóríandernum í skál og hellið yfir laxinn og nuddið blöndunni vel á allan laxinn, látið standa í 10 mín.

Hitið ofn í 200°c og bakið laxinn í ca.15 mín eða þar til að ef ýtt er á hann þá gæti hann leikandi brotnað í sundur, saltið aðeins yfir með góðu sjávarsalti og stráið kóríandernum yfir.

 

Hýðishrísgrjón „stir fry“

300 g hýðishrísgrjón (soðin eftir leiðbeiningum á pakkningu)

¼ blaðlaukur (100 g) skorin í þunna strimla

½  rauð paprika (100 g) skorin í þunna strimla

2 msk rúsínur

1 stk egg

1 tak karrýduft

1 msk hvítlauksolía

1 msk steinselja fínt söxuð

Salt og pipar

Aðferð:

Hitið pönnu með olíunni, pískið eggið í skál, léttsteikið grænmetiðog rúsínurnar á pönnunni með karrýduftinu, hellið egginu útá grænmetið og hrærið í þar til eggið byrjar aðeins að eldast, bætið þá grjónunum útá og hrærið vel saman takið af hitanum og smakkið til með salti, pipar og steinseljunni.

Berið fram með góðu salati og t.d Jógúrtsósu.