Fara í efni

Öndunin og fyrirgefningin - hugleiðing dagsins

Öndunin og fyrirgefningin - hugleiðing dagsins

Við þurfum að anda að okkur – annars deyjum við.

En við þurfum ekki að anda frá okkur. Það gerist af sjálfu sér, ef við bara sleppum. Það sama gildir um fyrirgefninguna. Ef við göngumst inn á þá hugmynd að fruman sé eins og kamína þá er fyrirgefningin rýmið.

Forsendan fyrir rými í kamínunni er losun. Fyrirgefningin er eins og að fara út með ruslið. Maður þarf að gera það mjög reglulega, stundum á hverjum degi. Það sama gildir um klósettferðir, því að líkaminn er alltaf að framleiða úrgang.

Fyrirgefningin er stórkostlegt og risastórt tækifæri – ekki aðeins vegna þess að við búum til rými og tækifæri til umbreytingar, ekki aðeins vegna þess að með rýminu kemur meiri sprengikraftur og heitari eldur, heldur vegna þess að með því að fyrirgefa erum við líka að segjast vera tilbúin að elska, tilbúin til að hætta að nota eftirsjá og iðrun til að refsa okkur og fjötra.

Fyrirgefningin er ástarjátning til okkar sjálfra.