Orkan eyðist aldrei - hugleiðing dagsins
Það er spennandi að vera mættur.
Þegar ég vakna til vitundar er ég máttugur og get valið að taka ábyrgð á eigin tilvist; þá er ég tilbúinn að fyrirgefa mér og leysi þar með úr læðingi það gríðarlega magn af orku sem ég hef varið í syndir gærdagsins, í sjálfsvorkunn, í gremju, í iðrun og eftirsjá, í leitina að sjálfum mér, tilganginum og hamingjunni.
Þá endurheimti ég orkuna og get ráðstafað henni í núið og þann tilgang sem ég vel mér, hvernig ég ætla að verja orkunni í þessari tilvist. Við erum aðeins orka, sál, ljós, kærleikur – hvernig við deilum henni út er stærsta verkefnið.
Því orka eyðist aldrei – hún getur aðeins umbreyst og við berum ábyrgð á þeirri orku sem við höfum til ráðstöfunar.