Frábærar ástæður til þess að borða Papaya
Papaya er ótrúlegur ávöxtur og ætti svo sannarlega að vera á þínum lista yfir þá ávexti sem þú borðar daglega.
Papaya bragðast ofsalega vel og er fullkominn fyrir þá sem eru að grenna sig. Sæta safaríka appelsínugula kjötið í papaya er afar ríkt af vítamínum og næringarefnum.
Lestu áfram að uppgötvaðu töfra papaya.
Dregur úr bólgum og þrota
Í papaya eru efni sem heita chymopapin og papain en þetta eru tvö frábær protein ensími. Einnig er A og C-vítamín í papaya ásamt carotene. Öll þessi efni eru vörn gegn liðagigt og draga úr bólgum. Þetta er ein besta ástæðan fyrir því að borða þenna dásemdar ávöxt. Ertu ekki sammála ?
Kemur jafnvægi á þarmaflóruna
Sýklalyf geta verið slæm fyrir líkamann því þau geta eyðilagt bakteríur í þörmum. Papaya safi hjálpar líkamanum að vinna upp þessar bakteríur aftur. Mundu þetta eftir næsta skammt af sýklalyfjum. Fáðu þér glas af papaya djús á meðan þú ert að taka sýklalyf.
Dregur úr ógleði
Papaya inniheldur frábær ensími sem að hjálpa meltingunni og jafna út magasýrurnar. Þessi ávöxtur getur dregið úr ógleði og meira segja morgunógleði líka. Ef þú ert að leita að náttúrulegri leið til þess að draga úr ógleði að þá eru nokkrar sneiðar af papaya ofsalega hjálpsamar.
Góður fyrir augun
Þar sem papaya er hár í A-vítamíni og beta carotene sem eru frábær saman til að verja augun og sjónina frá hrörnun, að þá er glas af papaya safa á dag málið.
Hjálpar til við að draga úr stressi
Rannsóknir hafa sýnt að C-vítamín kemur reglu á þá hormóna er framleiða stress. Í papaya er mikið magn af C-vítamíni þannig að endilega fáðu þér papaya snakk á þeim dögum sem að stressið virðist ætla að yfirkeyra þig.
Dregur úr túrverkjum
Vissir þú að papaya lauf eru góð leið til að draga úr túrverkjum? Það kom mér á óvart. Til að losa þig við þessa hvimleiðu verki skaltu taka eitt papaya lauf, ramarind, salt og vatn og setja þetta í pott og sjóða. Þessi blanda er ekkert spes á bragðið en hún hjálpar.
Ver líkamann gegn krabbameini
Eitt af ensímum í papaya er papain og er verið að rannsaka það í sambandi við krabbamein og meðferðir á krabbameini. Einnig er verið að rannsaka hvort að þetta ensími geti hjálpað þeim sem fá sár í munn og háls eftir lyfjameðferðir. Að borða papaya styrkir ónæmiskerfið og ver þig betur gegn krabbameini.
Getur komið í veg fyrir blóðtappa
Ef þú ert á pillunni eða reykir að þá ertu í áhættu hóp á að fá blóðtappa. Að borða papaya getur dregið úr þessum líkum. En mælt er með því að hætta að reykja strax.
Þú græðir á margan hátt á því að borða papaya. Einnig má nota ávöxtinn til að létta á sárum hælum. Nuddaðu bara stöppuðu papaya á hælana og hafðu á í smá tíma og skolaðu svo af með vatni.
Heimild: en.amerikanki.com