Radísur eru afar hollar – það kemur þér eflaust á óvart
Hérna í denn þá var salatið okkar yfirleitt á þessa leið: Full skál af iceberg káli, gulrótum, nokkrum sneiðum af tómötum, smá lauk og gúrku.
Í dag hefur salatið svo sannarlega breyst og er endalaust hægt að breyta og búa sér til freistandi og hollt salat.
Þegar talað er um radísur þá er það yfirleitt í samhengi við þyngartap. Radísur, salt og sellerí með gulrótum var afar vinsælt hérna áður fyrr. Grænmeti og engar kaloríur- auðvitað var það vinsælt.
Rasísur eru rótargrænmeti sem borða má alla hluta af, hvort sem þær eru eldaðar eru hráar. Sem rótargrænmeti þá sækja þær alla sína næringu beint úr jörðinni þar sem þær eru ræktaðar. Reyndu að fá lífrænt ræktaðar radísur ef þú ætlar að kaupa þær.
Rasísur koma í allskyns stærðum og formum, stórar og smáar, ílangar og kringlóttar og í litum sem eru td. Hvítur, svartur, bleikur, rauður, gulur, grænn og fjólublár. Þær eru stútfullar af C-vítamíni. Einn bolli af radísum er 29% af RDS af C-vítamíni.
Hvað er svona hollt við radísur?
Þær eru góðar fyrir lifrina og magann, nýrun og blöðruna, lungun, hjarta –og æðakerfið og ónæmiskerfið.
Þú getur meira að segja notað radísusafa til að setja á flugnabit, það dregur úr kláða.
Heimild: naturalnews.com