Rauðlauks og rabarbara „chutney“
Rauðlauks og rabarbara „chutney“
2 stk rauðlaukur (skorin í fína strimla)
3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir)
1 stk rauður belgpipar (skorinn í örþunnar sneiðar)
500 g rabarbari (vel þroskaður og skorin í 1-2 cm bita)
1 stk grænt epli (skorið í litla bita)
40 g rúsínur
1 msk olía (Isíó-4 eða ólívuolía)
100 g hrásykur
50 g hunang
¾ dl eplaedik eða annað gott ljóst edik
3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir)
1 msk ferskt engifer (fínt rifið ) eða 1 tsk engiferduft
1 tsk cumminduft
½ tsk kanill
½ tsk kóríanderfræ (fínt mulinn) eða duft
¼ tsk cayennepipar
Aðferð:
Setjið rauðlaukinn, hvítlaukinn, belgpiparinn og kryddið í pott með olíunni og létt mýkið hann á lágum hita (passa að fái ekki lit) þá er sykurinn og edikið bætt útí og suðan fengin upp þá er rabarbarinn, eplið og rúsínurnar bætt útí og látið malla í ca 6-8 mín á lágum hita. Hellið í hreina krukku og kælið.
Þetta „chutney“ er flott með villibráð, svínakjöti eða með ostum og kexi.