Fara í efni

Rauðlauks og rabarbara „chutney“

lltaf gaman að eiga svona kryddsultur "chutney" inná kæli þegar maður vantar eitthvað sætt og kryddað með matnum.
Rauðlauks og rabarbara „chutney“

Rauðlauks og rabarbara „chutney“

2 stk rauðlaukur (skorin í fína strimla)

3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir)

1 stk rauður belgpipar (skorinn í örþunnar sneiðar)

500 g rabarbari (vel þroskaður og skorin í 1-2 cm bita)

1 stk grænt epli (skorið í litla bita)

40 g rúsínur

1 msk olía (Isíó-4 eða ólívuolía)

100 g hrásykur

50 g hunang

¾  dl eplaedik eða annað gott ljóst edik

 3 hvítlauksgeirar (fínt saxaðir)

1 msk ferskt engifer  (fínt rifið ) eða 1 tsk engiferduft

1 tsk cumminduft

½ tsk kanill

½ tsk kóríanderfræ (fínt mulinn) eða duft

¼  tsk cayennepipar

 

Aðferð:

Setjið rauðlaukinn, hvítlaukinn, belgpiparinn og kryddið í pott með olíunni og létt mýkið hann á lágum hita (passa að fái ekki lit) þá er sykurinn og edikið bætt útí og suðan fengin upp þá er rabarbarinn, eplið og rúsínurnar bætt útí og látið malla í ca 6-8 mín á lágum hita. Hellið í hreina krukku og kælið.

Þetta „chutney“ er flott með villibráð, svínakjöti eða með ostum og kexi.