Fara í efni

Reiknivél til að meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum út frá lífstílsvenjum

Rannsakendur við Harvard School of Public Health (HSPH) hafa þróað svokallað „Healthy Heart Score“ eða ákveðinn Hjartaheilsu stuðul. Þessi stuðull er einföld aðferð þar sem einstaklingar geta áætlað hver hætta þeirra á að þróa með sér hjarta-og æðasjúkdóm næstu 20 árin er, byggt á einföldum lífstílsvenjum.
Reiknivél til að meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum út frá lífstílsvenjum

Rannsakendur við Harvard School of Public Health (HSPH) hafa þróað svokallað „Healthy Heart Score“ eða ákveðinn Hjartaheilsu stuðul.

Þessi stuðull er einföld aðferð þar sem einstaklingar geta áætlað hver hætta þeirra á að þróa með sér hjarta-og æðasjúkdóm næstu 20 árin er, byggt á einföldum lífstílsvenjum.

Þessi ókeypis vefkönnun gefur fólki einnig góð ráð um það hvernig þeir geta bætt stuðul sinn, og þannig minnkað hættuna, með því að innlima hjartaheilsuvænar venjur inn í sitt daglega líf.

 

 

Þessa reiknivél má finna hér:https://healthyheartscore.sph.harvard.edu/

Stephanie Chiuve, rannsóknarfulltrúi við Department of Nutrition við HSPH og aðstoðarprófessor í læknisfræði við Harvard Medical School og Brigham and Women‘s Hospital, segir  að núverandi módel sem meta hættu á hjarta- og æðasjúkdómum séu flókin fyrir einstaklinga að finna útúr upp á eigin spýtur þar sem þau innihalda klíníska áhættuþætti eins og hækkað kólestról og blóðþrýsting. Þessi módel, sem eru oftast notuð hjá læknum, vanmeta oft byrði hjarta- og æðasjúkdóma á miðaldra fólk og konum sérstaklega. Hún segir einnig „Hjartaheilsu stuðullinn snýst um breytanlega áhættu sökum lífstíls, en það getur mögulega aukið vitneskju fólks um fyrirbyggjandi aðgerðir gegn hjarta- og æðasjúkdómum í gegnum lífstílsbreytingar fyrr í lífinu, á undan þróun klínískra áhættuþátta.“

Rannsóknin var birt á netinu þann 14. nóvember 2014 í the Journal of the American Heart Association.

Smelltu HÉR til að lesa þessa áhugaverðu grein til enda. 

Grein af hjartalif.is