Fara í efni

Ristað blómkáls Taco með kóríander/avókadó sósu

Hér er á ferðinni uppskrift sem allir ættu að prufa. Kryddað og ristað blómkáls taco með dásamlegri sósu.
Ristað blómkáls Taco með kóríander/avókadó sósu

Hér er á ferðinni uppskrift sem allir ættu að prufa.

Kryddað og ristað blómkáls taco með dásamlegri sósu.

Uppskrift er fyrir 4.

Hráefni:

Fyrir blómkál:

1 haus af blómkáli, skera hann í litla bita og geyma stilkinn

2 msk af góðri olíu sem þolir vel hita, t.d kókósolíu

1 msk af chili dufti

1 tsk af þurrkuðu oregano

1 tsk af hvítlauksdufti

1 tsk af muldum cumin fræjum

½ tsk af sjávarsalti

Fyrir kálsalat:

2 bollar af vel niðurskornu hvítkáli

Taka stilkinn á hreinsa hann og skera í afar þunnar lengjur (julienned)

Safi úr ½ lime

1 tsk af hvítu ediki – helst rice wine vinegar

½ tsk af maple sýrópi

¼ tsk af sjávarsalti

Fyrir sósuna:

1 kippa af kóríander – fjarlægja harða stilka og saxa restina niður

2-3 avókadó

2 grænir laukar – hreinsa og saxa niður

Safi úr 1 lime

1 tsk af edikinu

½ tsk af sjávarsalti – eða nota eftir smekk

Fyrir taco:

10 korn tortillas, hitaðar á plötu í ofninum

4 radísur – skornar afar þunnt

1 jalapeno – skorið afar þunnt

Leiðbeiningar:

Forhitið ofninn í 220 gráður.

Hristið saman blómin af blómkáli með olíu, kryddinu og salti.

Deifið þessu á stóra bökunarplötu og látið ristast í 20-25 mínútur eða þar til blómkál er orðið mjúkt og ytralag er aðeins stökkt.

Á meðan þetta bakast þá skal gera salatið.

Hristið saman hvítkáli og blómkálsstilk sem skorinn hefur verið niður í afar þunnar lengjur hristist saman með lime safa, edikinu, sýrópi og salti. Setjið til hliðar.

Til að gera sósuna þá þarf matarvinnsluvél. Blandið saman kóríander, avókadó, grænum lauk, lime safa, ediki og saltinu og látið blandast þar til mjúkt.

Takið nú taco og setjið lófafylli af salatinu, blómkáli og síðast en ekki síst avókadó sósuna ofan á og skreytið með radísum og jalapenó.

Berið fram strax.

Njótið vel!