Baby Kale og Blackberry salat
Það er ekkert alltaf auðvelt að finna baby kale en það má einnig nota kale í staðinn nú eða spínat í þetta salat.
Hráefni:
4 bollar baby kale
1 bolli blackberries
½ Avokadó, skorið í bita
110 gr af Ricotta Salata (sjá neðar)
Rósmarín hunangsgljáðar möndlur (uppskrift neðar)
Dressingin:
4 msk sítrónu safi, ferskur
3 msk extra virgin olífuolía
Salt og pipar eftir smekk
Taktu tvo stóra diska, skiptu kálinu, berjunum, avókadó og ricotta salata á diskana. Settu til hliðar.
Blandaðu dressinguna í skál eða stóru glasi.
Helltu svo dressingunni yfir salatið og endaðu á möndlunum.
Rósmarín hunangs möndlur:
1 tsk ólífuolía
½ bolli möndlur í sneiðum eða saxaðar
Klípa af sjávar salti
Klípa af svörtum pipar
¼ tsk af þurrkuðu rósmarín, helst mala það aðeins undir skeið eða hníf
2 tsk af hunangi.
Taktu bestu pönnuna þína, helst járn pönnu og settu yfir meðal hita, bættu ólífu olíunni á og settu möndlurnar strax á eftir. Passaðu að hreyfa pönnuna um leið og möndlurnar byrja að ristast. Um leið og þú sér að þær eru næstum tilbúnar bættu þá salti, pipar og rósmarín. Hristu pönnuna í nokkrar sekúndur í viðbót og bættu þá hunanginu saman við. Hrærðu þangað til allar möndlurnar eru vel blandaðar saman við hungangið. Takið af hitanum og látið möndlurnar kólna í nokkrar mínútur.
Smá upplýsingar:
Ricotta Salata er ítalskur meðal harður ostur, gerður úr geitamjólk. Hann er fullkominn í svona salat en það má einnig nota aðra osta.
Laufin af baby kale eru afar mjúk og bragðið mjög milt. Eins og áður sagði, ef þú finnur ekki baby kale má nota kale eða spínat, nú eða hvaða græna kál sem þig langar að nota.