Fara í efni

Sjónlag – augnsjúkdómar, aðgerðir, öryggi og tæknin

Hversu öruggar eru aðgerðirnar sem framkvæmdar eru hjá Sjónlagi? Hvaða tækni er notuð? Hvaða augnskjúkdómar geta herjað á okkur, hvers vegna og hvað er hægt að gera? Hvað veldur nærsýni? En fjarsýni? Hvað með sjónskekkju?
Aðgerðir á augum eru talsvert algengar
Aðgerðir á augum eru talsvert algengar

Hversu öruggar eru aðgerðirnar sem framkvæmdar eru hjá Sjónlagi?  Hvaða tækni er notuð? Hvaða augnskjúkdómar geta herjað á okkur, hvers vegna og hvað er hægt aðgera? Hvað veldur nærsýni? En fjarsýni? Hvað með sjónskekkju? 

Öryggi

Þegar spurt er um öryggi læknisaðgerða sem framkvæmdar eru hér á stöðinni er eitt af lykilsvörunum: Aðgerðirnar eru afar öruggar en ekkert er 100% öruggt. 

Við erum ávallt reiðubúnir að svara spurningum um öryggi, þær eru eðlilegar. Eftir því sem árin hafa liðið og fleiri kynnst aðgerðunum hefur þeim fækkað, þar sem æ fleiri þekkja einstaklinga sem hafa notið góðs árangurs af sjónlagsaðgerð. Okkur grunar að í framtíðinni verði svipað upp á teningnum hjá þeim sem fara í augnaðgerð líkt og hjá þeim sem stíga um borð í flugvél - samningur er til staðar á milli flugmanns og farþega um að fyllsta öryggis sé gætt en allir vita þó að algjört öryggi er ekki til. 

Síðan sjónlagsaðgerðir með laser komu fram á sjónarsviðið hafa milljónir einstaklinga farið í aðgerðina. Líkt og með allar aðgerðir hefur útkoman ekki ávallt verið fullkomin. Líkur á að eitthvað komi upp á sem má lagfæra með aðgerð eru um 1 á móti 200 aðgerðum. Líkur á að eitthvað komi upp sem ekki er unnt að lagfæra með aðgerð er um 1 á móti 1-2000. Í einstaka tilfellum hefur einstaklingur tapað einhverri sjón á auga.

Ef litið er þó af skynsemi á þessar tölur segja þær manni einungis það að öryggi aðgerðarinnar er í raun mjög mikið. Líkur á blindu vegna snertilinsunotkunar eru litlar, en þó til staðar, og glerbrot úr brotnum gleraugnaglerjum geta skorið augað svo illa að nema þurfi það á brott. Hvað aðrar aðgerðir varðar þá má t.d. benda á að lýst hefur verið dauðsföllum við tannviðgerðir og brottnám fæðingarbletta. 

Líkt og gildir með allt í lífinu skiptir mestu máli að halda áhættu í algjöru lágmarki með því að gæta þess að ýtrustu öryggiskrafna sé gætt í hvívetna. Við erum þar í fararbroddi.

Tæknin

Sjónlag er í fararbroddi þegar kemur að nýjustu tækni og aðferðafræði við sjónlagsaðgerðir og augnlækninga. Við erum stolt af því að bjóða ávallt upp á hámarksöryggi og gæði. 

Femtosecond lasertækni

Sjónlag er fyrsta augnlæknastöðin á Íslandi til að bjóða uppá þessa tækni sem hefur á skömmum tíma orðið gullstandardinn í sjónlagsaðgerðum um allan heim.

Wavefront meðferð Amaris 750S

Þegar kemur að nákvæmni, öryggi, hraða og þægindum við sjónlagsaðgerðir hefur Sjónlag tekið stórt skref með kaupum á nýju lasertæki Schwind Amaris 750S. Áður óþekktur hraði lasergeisla 750Hz, 6D eltigeisli, tölvustýrð orku- og hitastilling meðferðar gerir það að verkum að við getum boðið uppá meðferð með hámarks öryggi og gæðum.

Schwind Amaris 750S

Schwind Amaris 750S er eitt fullkomnasta augnlasertæki sem er framleitt í dag. Þetta er nýtt tæki byggt á áratuga reynslu tæknimanna Schwind og samstarfslækna þeirra. Fyrirtækið er þýskt og hefur vaxið rólega upp í það að vera eitt af leiðandi fyrirtækjum á þessu sviði í dag í heiminum.

Augnsjúkdómar

Margs konar sjúkdómar geta herjað á augun okkar. 

Þurr augu

Þurr augu eru afar algengt vandamál. Líklegt er að u.þ.b. 15 000 íslendingar þjáist af þurrum augum. Í þessum sjúkdómi framleiða augun ekki nægilega mikið af tárum eða tárin eru ekki nægilega vel samansett og þau gufa upp of fljótt.

Hvarmabólga

Hvarmabólga (Blepharitis) er líklega einn algengasti augnsjúkdómurinn á Íslandi. Erfitt er að meta hlutfall fólks með hvarmabólgu, þar sem sjúkdómurinn veldur oft litlum einkennum. Á hinn bóginn getur hann valdið einkennum sem eru afar óþægileg og hafa ríkuleg áhrif á daglegt líf fólks.

Keiluglæra

Sjúkdómurinn keratoconus nefnist keiluglæra á íslensku. Sjúkdómurinn kemur upp í hornhimnu augans stundum kölluð glæra), en það er glær kúpull raman á auganu sem á að vera kúptur líkt og Perlan á Öskjuhlíðinni.

Sykursýki og augun

Sykursýki getur haft mikil áhrif á augu og augnbotna. Breytingar koma aðallega fram í sjónhimnu. Flestir sem hafa haft sykursýki lengur en 20 ár hafa bera þess einhver merki í augnbotnum. Mjög mikilvægt er að fólk með sykursýki sé í reglubundnu eftirliti hjá augnlækni.

Gláka

Gláka er hægfara ættgengur sjúkdómur sem ómeðhöndlaður getur valdið skerðingu á sjónsviði. Þetta þýðir að einstaklingur með gláku sem ekki er meðhöndluð hættir smám saman að sjá út undan sér, þ.e. hluti sem eru utarlega í sjónsviði.

Hrörnun í augnbotnum

Algengasta orsök lögblindu á Íslandi hjá fólki eldra en 50 ára. Sjúkdómurinn leggst á miðgróf sjónhimnu í augnbotnum og skerðir lestrarsjón og sjónskerpu. Göngusjón og sjónsvið er óbreytt. Ný lyf hafa gefið nýja von í baráttunni við sjúkdóminn.

Nærsýni, fjarsýni og sjónskekkja

Hvað er nærsýni?

Nærsýni orsakast oftast af því að augun eru of löng og því fellur fókuspunkturinn of framarlega í augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með nærsýnisglerjum, sem eru þunn í miðju en þykk til jaðranna má færa fókusinn aftar í augað. Þetta eru kölluð mínusgler.

Hvað er fjarsýni?

Fjarsýni er í raun það þveröfuga við nærsýni, þ.e. augað er of stutt og því fellur fókuspunkturinn aftan við augað í stað þess að lenda á sjónhimnunni í augnbotninum. Með fjarsýnisglerjum, sem eru þykk í miðju og þunn til jaðra má færa fókusinn framar í augað. Þetta eru kölluð plúsgler.

Hvað er sjónskekkja?

Sjónskekkja veldur því að mynd verður skökk og út úr fókus. Þessu veldur oftast skekkja í hornhimnunni, sem er glær kúpull framan á auganu. Þessi kúpull á að vera eins og evrópskur fótbolti í laginu – í sjónskekkju er hann hins vegar eins og amerískur fótbolti í laginu. Því verður myndin skökk.

Hvað er aldursbundin fjarsýni?

Það er algengur misskilningur að fjarsýni og aldursbundin fjarsýni séu einn og sami hluturinn, ekkert er fjær sanni. Aldursfjarsýnin kemur yfir okkur öll ef við erum svo heppin að verða eldri en fertug. Um er að ræða hæfileika augans til að fókusera á hluti nálægt okkur. Hér má líkja okkur við „auto-focus“ myndavélar þegar við erum ung, en við færumst nær því að verða eins og gömlu „instamatic“ vélarnar voru í gamla daga, sem gátu ekki fókuserað nálægt sér, þegar við eldumst. Þetta er orsakað af hörðnun á augasteininum, sem verður minna sveigjanlegur með aldri. Því er ekki rétt, eins og sumir halda, að nærsýni lagist með aldrinum.

Heimildir: sjónlag.is