Þessi réttur er alveg möst að prufa.
Kvöldmaturinn.
Hér á bæ var þessi æði og þræl holli hakkréttur.
Með þessu fékk fjölskyldan spelt spagetti.
En ég fór aðeins aðra leið.
Fékk mér bakaða papriku með hakkrétti, blómkálsgrjónum með 1 tsk af nýja camenbert smurosturinn á toppnum.
Hakkréttur.
1 pakki gott nautahakk (um 500 g)
1 rauð paprika
1 rauðlaukur
1 sellerí stöngull
4 gulrætur
4 hvítlauksrif
1/2 rautt chilli (eða eftir smekk)
lófafylli af ferskri steinselju
1 dós niðursoðnir tómatar (450 g)
1/2 dós vatn (mæli í dósinni undan tómötunum)
salt - pipar - creola krydd (eða krydd eftir smekk ... flott að nota ítalskt)
Byrja á að merja saman hvítlauk, chilli og steinselju.
Skera allt grænmetið smátt.
Þá er að steikja grænmetið (má alveg nota olíu ég er með þannig pönnu að þess þarf ekki)
Bæta kryddblöndunni við og steikja vel saman.
Færa svo grænmetið yfir í góðan pott.
Þá er að steikja kjötið, krydda eftir smekk.
Bæta svo kjötinu saman við grænmetið.
Þá er tómötum og vatninu bætt við.
Sjóða vel saman og krydda eftir smekk.
Blómkálsgrjón.
Skera blómkálið niður í matvinnsluvél.
Notið aðeins blómin ekki stilkana.
Þá er vinna í grjón í vélinni.
Ekki of fín því þá verða grjónin römm.
Setjið í pott með sjóðandi salt vatni og sjóðið í 3 mínútur.
Sett í sigti og hver einast vatnsdropi látinn að leka úr.
Hver einn og einasti ....
Paprikan.
Opna paprikuna með því að skera ofan af henni.
Setjið paprikuna inn í ofn og bakið.
Setjið fyllinguna inn í paprikuna.
Setja inn í ofn í smá stund og bakið allt saman.
Alveg í lokin má bæta við smá smurost.
Síðan er bara að skera þetta niður .... stappa ostinum saman við.
Þetta var æði :)