Fara í efni

Sítrónu kúrinn – enn ein skyndilausnin

Fengnir voru tveir sérfræðingar til að fara yfir þenna tiltekna “megrunarkúr”.
Það er ekkert til sem heitir skyndilausnir
Það er ekkert til sem heitir skyndilausnir

Fengnir voru tveir sérfræðingar til að fara yfir þenna tiltekna “megrunarkúr”.

Staðreyndirnar:

Sítrónu detox kúrinn á að hreinsa líkamann af eiturefnum og tálga í leiðinni af mittismálinu.

Til þess að ná þessu, þá áttu að hætta að borða allan annan mat, JÁ ALLANN, og drekka bara sítrónu sýróps vatn í a.m.k fimm til sjö daga í röð.

Hvað ætli þetta sé að gera líkamanum?

Hvorugur sérfræðingurinn sem að voru fengnir til að meta þennan kúr styðja hann. Þeir segja: þetta er sú al-versta leið sem að hægt er að fara í því að grenna sig og á bak við þennan kúr eru engar rannsóknir sem að styðja það að hann virki. Þessi kúr gengur á þá nauðsynlegu næringu sem að líkaminn þarf.

Og það sem að meira er, hann er ekki auglýstur sem kúr til að létta sig. Þó þú kannski í byrjun missir vökva úr líkamanum að þá eru engar líkur á því að þú missir kíló, en þú mátt vera viss um að tapa vöðvamassa.

Og þegar þessum “kúr” líkur að þá munt þú bæta strax á þig þessum kílóum sem að þú náðir af þér. En þetta segir Dr. Stehpen Thornley innkirtlasérfræðingur á Southern Endocrine í Sydney.

Áhyggjur eru einnig að fólk muni þjást af vökvatapi og orkuleysi. Dr. Thornley varar við því að þessi “kúr” sé hættulegur og þá sérstaklega fyrir þá sem að eru með undirliggjandi sjúkdóma.

Niðurstaðan: Slepptu þessum kúr alfarið því hann gerir ekkert gagn.

Heimild: womenshealthmag.com