Fara í efni

Smalapæja með kjúklingi

Þessi ljúffenga smalapæja stóð sko sannarlega undir væntingum í tilraunaeldhúsinu.
Smalapæja með kjúklingi

Þessi ljúffenga smalapæja stóð sko sannarlega undir væntingum í tilraunaeldhúsinu.

Rétturinn fær 10 í einkunn fyrir útlit, áferð og töfrandi bragð. 

Þetta er líka fullkomin uppskrift þegar nota þarf afganga úr ísskápnum. Verið óhrædd við að nota afganga af elduðu grænmeti í staðinn fyrir eitthvað af grænmetinu sem er í uppskriftinni. Þetta er uppskrift sem má leika sér með.

Ótrúlega fljótlegt, hollt og gott.

Eftir hverju eruð þið eiginlega að bíða? 

*Toppur

  • 1 meðalstór sæt kartafla
  • 1 bökunarkartafla
  • 1 dós grísk jógúrt (má líka nota 2 dl kókosmjólk frá Biona)
  • Salt og pipar

*Fylling

  • 1 stilkur sellerí
  • 1 venjulegur laukur
  • 1 paprika
  • 4-5 sveppir
  • 3 stórar gulrætur
  • 1/2 brokkolíhöfuð
  • 1 tsk basilika
  • 1 tsk timian
  • 2 dl maísbaunir frá Biona
  • 5 dl vatn
  • 1 Kallo kjúklingateningur 
  • 2 1/2 dl fínt haframjöl frá Sólgæti
  • 2-3 kjúklingabringur (má nota afganga!)
  • Herbamare salt + pipar

Aðferð:

1) Bakið kartöflurnar í hýðinu við 190° C í 60-90 mínútur.

(*Til að flýta fyrir má auðvitað sjóða kartöflurnar eða baka í bitum en með þessu fáið þið besta bragðið)

2) Skerið grænmetið smátt og steikið upp úr olíu á pönnu í 8-10 mínútur.

3) Bætið við basiliku, timian og maísbaunum og hrærið allt vel saman.

4) Hellið vatni á pönnuna ásamt kjúklingateningnum og náið upp suðu. Bætið þá haframjölinu við og hrærið vel. Lækkið undir og leyfið ,,grautnum" að þykkna. Smakkið til með herbamare og pipar.

5) Skerið kjúklinginn í litla bita og steikið á annarri pönnu.

6) Bætið kjúklingnum við fyllinguna og hrærið allt vel saman.

7) Færið blönduna í eldfast mót.

8) Þegar kartöflurnar eru tilbúnar er hýðinu flett af og þær unnar vel saman í matvinnsluvél. Bætið grísku jógúrtinni við ásamt herbamare og pipar og hrærið allt vel saman.

9) Hellið kartöflublöndunni jafnt yfir fyllinguna í mótinu.

10) Bakið við 180°C í 15 mínútur.

Berið fram með brakandi fersku salati!