Snilldin að borða sig frá offitu.
Sólveig heiti ég og ætla að skrifa hérna í Lífsstíl Sólveigar, mínar hugsanir og upplifun á að breyta algjörlega um lífsstíl.
Ég byrjaði fyrir tveimur árum í Heilsuborg .
Skáði mig þar á námskeið í Heilsulausnum.
Þá alltof þung , líkamlega og andlega.
Heilsulausnir er skóli sem tekur eitt ár að fara í gegnum.
Ég hreinlega vaknaði til lífsins á þessu eina ári :)
Ég mæli með þessu námskeiði fyrir þá sem vilja taka til í sínu lífi og hreinlega breyta því sem hægt er í átt að léttara og betra lífi.
Kílóin fuku og líkaminn styrktist.
Sálin vaknaði og heimurinn varð bjartari :)
En þetta gerist ekki af sjálfum sér.
Þetta er mikil vinna bæði líkamlega og andlega.
Ég var tilbúin í breytingar svo þetta virkaði strax á mig.
Var þyrst í léttara líf og fór eftir einu og öllu sem mér var ráðlagt.
Ég tók líka vel til í mínu lífi samfara þessu námskeiði.
Mataræðið er gjörbreytt.
Ég greindist með MS sjúkdóminn fyrir nokkrum árum .
Þurfti á miklum lyfjum að halda.
Í dag er ég lyfjalaus með öllu :)
Ég nota fæðuna í dag sem lækningu.
Borða hreinan mat.
Hreint mataræði og líkaminn blómstrar.
Borða ekki unnin mat .
Reyni að gera allt sjálf frá grunni.
Rækta mitt grænmeti yfir sumar tímann :)
Drekk mikið vatn og passa vel upp á svefninn.
Hreyfingin skiptir miklu máli svo hana passa ég upp á :)
Nýt lífsins og horfi björtum augum á lífið.
Það var ekki alltaf svo.
Ég var hrædd orðið um hvert líf mitt færi.
Yrði ég bara kona sem mundi enda fárveik af offitu ?
Mundi MS sjúkdómurinn ná að fella mig?
Hvað gæti ég gert?
Í dag er ég komin í gott form.
Ég er ennþá að ná vigtinni niður.
En glími ekki við offitu lengur.
MS sjúkdómurinn er vinur minn í dag.
Ég ber virðingu fyrir þeim vin og passa vel upp á hanns þarfir.
Þá er hann nokkuð góður við mig í staðinn :)
Við getum öll gert aðeins betur í lífinu.
Og að taka ákvörðun og vilja breyta sínu lífi til batnaðar og standa við það löngu á eftir að ákvörðunin er tekin er flott mál :)
Ég nýt hvers dag :)
Lífið er núna og njótum þess.
Hér getiði séð facebook síðuna mína undir lífsstíll Sólveigar
Á þeirri síðu hef ég sett inn uppskriftir og hugsanir mínar núna í nærri ár.
Og í framtíðinni ætla ég einnig að setja inn pistla hér á síðunni .
Eigið góða helgi.