Fara í efni

Spáð í rass ?

Vísindin vita ekki allt. Að sjálfsögðu ekki. Þá væru þau óþörf. Sérstaklega geta þau ekki útskýrt svona nokkuð sem ekki er nokkur leið að finna út úr hvernig á að geta virkað.
Spáð í rass ?

Vísindin vita ekki allt. Að sjálfsögðu ekki. Þá væru þau óþörf. Sérstaklega geta þau ekki útskýrt svona nokkuð sem ekki er nokkur leið að finna út úr hvernig á að geta virkað.

Eins og til dæmis hvernig gangur himintunglanna gæti haft áhrif á líf okkar, hamingju og örlög. Einn fremsti kunnáttumaður Íslands í þessu efni  hafði þetta um málið að segja.

Hann gerði spádóma byggða á gangi himintunglanna að ævistarfi sínu. Eitthvað förlaðist honum þó spáspekin því bæði fór hann á hausinn með spáfyrirtækið og svo mistókst honum ekki einu sinni að sjá þau örlög fyrir í stjörnukortunum.

Lærðir menn telja að þessi örlög spámannsins geti hafa stafað af að minnsta kosti fjórum ástæðum:
Í fyrsta lagi gæti hann hafa verið svona illa að sér í faginu. Þykir það ólíklegt þar sem það krefst ekki mikila hæfileika eða langrar skólagöngu að gerast stjörnuspámaður.

Í öðru lagi gæti hann hafa verið svo upptekinn við að spá fyrir aðra gegn (of vægu?) gjaldi að hann gleymdi að fylgjast með eigin örlagaplánetum.
Í þriðja lagi hefur hann ef til vill, eins og svo margir aðrir stjörnuspekingar, ekki áttað sig á því að stjörnuhimininn hefur færst til miðað við stjörnumerkjamánuðin, svo Steingeitin, Bogmaðurinn og öll hin merkilegu merkin eru ekki lengur þar sem þau voru þegar fræðin voru fundin upp fyrir tvö þúsund árum heldur hafa smám saman færst til sem svarar einu stjörnumerki.
Í fjórða lagi er svo sú skýring sem flestir hallast að, en það er að gangur himintunglanna hafi bara alls engin áhrif á líf okkar enda ekki auðséð hvernig það ætti að ganga fyrir sig?

Stjörnufræðingurinn, miðillinn og einn þekktasti afturendaspáfræðingur heims, frú Jacqueline Stallone.

Þegar stjörnuspekingar nútímans eru spurðir hverju það sæti að þeir nota úrelt stjörnukort og hvers vegna stjörnuspár virðast, að áliti viðtakandans að minnsta kosti, passa hverjum sem er ótrúlega vel, jafnvel þótt þær hafi verið reiknaðar út fyrir einhvern annan, þá verða þeir oftast undarlegir í framan, reisa sig í sæti og hrópa eitthvað á þá leið að þau virki víst. Dæmi um þessi viðbrögð má sjá í myndbandinu sem hlekkjað var til hér að ofan. Viðskiptavinirnir séu alltaf ánægðir með spárnar og þess vegna hljóti þær að vera réttar.

Sálfræðingur að nafni Bertram Forer sýndi fram á það fyrir löngu með tilraunum að það skiptir ekki máli hvernig persónulýsingu þú bullar saman, fólki finnst það langoftast passa vel við sig bara ef það heldur að það eigi að gera það. Slíkar tilraunir hafa margoft verið endurteknar og útkoman er alltaf sú sama.

Við ætluðum hér að segja frá stórmerkilegum spámönnum sem nota ekki stjörnurnar heldur mynd af bakhlutanum til þess að lesa í örlög og afdrif viðskiptavinanna.

Smelltu HÉR til að lesa til enda þessa ansi skemmtilegu grein. 

Fengið af vitleysuvakt.in