Fara í efni

Spegill sem opinberar þig - hugleiðing Guðna á föstudegi

Spegill sem opinberar þig - hugleiðing Guðna á föstudegi

UMGJÖRÐ ER ÁST – AGI ER SANNLEIKUR

Hillingin sem við búum í er sú umgjörð sem uppeldi og menntun hefur skapað. En sú umgjörð er ekki beinlínis frá okkur komin. Hún er bæði tilviljanakennd og fengin að láni, þótt við berum fulla ábyrgð á áhrifum hennar og afleiðingum.

Sú umgjörð sem þú velur að móta þér verður hins vegar vitnisburður um tilvist þína; spegill sem opinberar þig. Þegar þú býrð þér til umgjörð þá veistu nákvæmlega hvenær þú ert að svíkja þig eða standa við áætlunina.

Og þótt þú bregðist þér og umgjörðinni til að byrja með muntu smám saman ná tökum á þínum sannleika og velja velsæld frekar en vansæld, alveg eins og þegar þú lærir nýjan tölvuleik eða íþrótt þar sem maður á að fylgja ákveðinni braut.

Allar yfirlýsingarnar sem við gefum – um að við viljum vera öðruvísi – standast ekki fyrr en við verðum öðruvísi eða förum að gera ráðstafanir.