Sjúklega góð kaka.
Þessi er svipuð og Snickerskaka ...bara smá breyting .
Algjör alsæla :)
Þessi er æði .
Alveg æði þessi og fín í saumaklúbbinn :)
Mjög svipuð og Snickerskaka ...bara smá breyting
Botn:
1 1/2 dl sesamfræ
1 dl Hörfræ
2 dl möndlur
2 dl. kókosmjöl
1 bolli döðlur
7 dropar vanillu stevia ( eða minna bara eftir smekk)
Best að setja fræin , döðlurnar og möndlurnar í bleyti í klukkutíma.
Svo sigta vatnið frá og láta í matvinnsluvél ásamt kokos og steviu.
Láta vinna vel.
Setja í form og þrýsta vel saman.
Best að hafa smjörpappír í botninn
það sem fer ofan á botninn.
1 msk. kaldpressuð kókosolía
5 msk. lífrænt hnetusmjör ( hafa hressilegar skeiðar)
2 1/2 dl. kasjúhnetur (gott að leggja í bleyti í svona klukkutíma líka)
1 dl. Agave sýróp
1/2 vel þroskað avacado
Allt sett í matvinnsluvél og maukað.
Smurt ofan á botninn.
Súkkulaði ofan á:
1 dl. agave sýróp
1/2 dl. kaldpressuð kókosolía
1/2 dl. kakó
Appelsínudropar eftir smekk ( eða aðrir dropa sem maður vill)
Hrært vel saman.
Þegar að kakan er komin saman beint inn í frysti og borin fram köld .
Njótið :)