Súkkulaði Pecan smákökur sem eru svo góðar að þú færð ekki nóg, Glúten fríar og Vegan
Verum hreinskilin, flest okkar elskum smákökur, ekki rétt?
Það á nú helst ekki að borða þær daglega því ef við gerðum það þá hætta þær að vera spari og spennandi.
Holl, og dásamleg smákaka, gerð úr hráefnum sem eru sem minnst unninn, á að vera mótuð, bökuð og hennar notið með ást og hugulsemi.
Og veistu, það er ekkert svo erfitt að skipta úrt hvítum sykri, hveiti, canola olíu uppskrift fyrir hollari týpuna. Sem er alveg jafn gómsæt.
Hérna er uppskrift af smákökum sem kallaðar eru Kúreka kökur með pecan hnetum, súkkulaði og höfrum. Njótið!
Innihald:
- hálfur bolli af kókosolíu
- hálfur bolli af elpamauki ósykruðu
- 1 bolli af kókoshnetu sykri
- 2 chia egg (chia egg eru 2 tsk af muldum chia fræjum + hálfur bolli af volgu vatni. Hrært saman og látið standa í um 10 mínútur áður en notað)
- 1 tsk vanilla extract
- 1 bolli af brúnu hrísgrjónahveiti
- 1 bolli af quinoa hveiti
- Hálf tsk af matarsóda
- Hálf tsk af sjávarsalti
- 2 bollar af glútenfríum höfrum
- Hálfur bolli af vegan súkkulaði spæni
- Hálfur bolli af ósætri kókoshnetu sem búið er að rífa niður
Leiðbeiningar:
Byrjaðu á því að hita ofninn í 180 gráður
Taktu stóra skál og settu kókosolíuna, eplamaukið og kókos sykurinn í hana. Bættu svo við chia eggjunum sem voru að bíða, vanillunni og hrærðu saman við þetta hrísgrjónahveitinu, matarsódanum og sjávarsaltinu.
Bættu svo hnetum, súkkulaði spæni og rifinni kókoshnetu.
Hrærðu þessu öllu afar vel saman.
Notaðu skeið til að móta kökurnar og settu á plötu, muna að nota smjörpappír undir.
Þetta á að bakast í 16 til 18 mínútur.
Uppskrift frá mindbodygreen.com