Súkkulaði smoothie toppaður með súperfæði
Þvílík dásemdar byrjun á degi hverjum.
Þvílík dásemdar byrjun á degi hverjum.
Fullkominn morgunverðar smoothie en hann má einnig nota í eftirrétt því súkkulaðið er svo seðjandi að sykurlöngunin hverfur eins og dögg fyrir sólu.
Þessi drykkur er toppaður með kókóskurli,chia fræjum og grænum súperhjörtum (sjá neðar í uppskrift) ásamt hrá kakóbitum.
Undirbúningstími eru um 15 mínútur, eldunartíminn eru um 10 mínútur og uppskrift er fyrir 1 drykk.
Hráefni:
Súkkulaði smoothie duft
2 frosnir bananar
1 tsk af maca dufti
2 msk af hrá kakóbitum
3 döðlur
1 tsk vanilla extract
1 bolli af kókósvatni
Og á toppinn:
1 tsk af rifinni kókóshnetu
1 tsk af chia fræjum
5 græn súperhjörtu
1 tsk hrá kakóbitar
Hvernig á að gera græn súperhjörtu:
Uppskrift er fyrir 15 hjörtu.
1 vel þroskaður banani
3 döðlur
½ bolli af spínat
½ bolli af grænkáli
½ bolli vatn
Leiðbeiningar:
- Gerið hjörtun deginum áður. Blandið hráefnum saman í blandara og setjið í hjartalaga sílikon form og frystið í 4 tíma eða yfir nótt.
- Blandið öllu hráefni í smoothie, fyrir utan hrá kakóbitana. Látið hrærast mjög vel saman.
- Bætið nú hrá kakóbitum saman við og notið pulse takkann nokkrum sinnum.
- Hellið í stórt glas eða krukku
- Toppið með kókós,chia fræjum, grænu súperhjörtunum og hrá kakóbitum.
Drekkið strax og njótið vel!