Fara í efni

Sveppasýking og bakteríusýking í leggöngum

Sveppasýking og bakteríusýking í leggöngum

Okkur langaði að vita allt um sveppa- og bakteríusýkingar í leggöngum. Auðvitað þekkjum við allar einhver gömul húsráð og í viðbót er hægt að þvælast um á netinu og finna endalaust af allskonar lausnum, misgáfulegum þó. En hvaða lækningartæki erum við með í dag sem geta hjálpað okkur gegn sýkingum í leggöngum?

 

Eftir stutta leit á netinu sáum við að Alvogen er með mjög fjölbreytt úrval af allskonar lyfjum, lækningatækjum og öðrum vörum við flestu sem tengist leggöngum. Við höfðum samband við Alvogen í leit að upplýsingum og þar spjallaði Heilsutorg við lyfjafræðinga sem vissu allt málið. Hvað er þetta algengt, hvað á sér stað, hver eru helstu einkenni og hvað er til ráða? 

Þrjár af hverjum fjórum konum þjást af óþægindum í leggöngum einhvern tímann á lífsleiðinni. 

Bakteríusýking eða skeiðarsýklun er ein algengasta sýkingin í leggöngum kvenna. Þegar ójafnvægi kemur upp í flóru legganganna getur sýking myndast. Þá ná skaðlegar bakteríur sér á strik á kostnað góðra baktería (Lactobacillus baktería) og náttúrulegar varnir slímhúðarinnar veikjast. Það getur gerst þegar röskun verður á sýrustigi í leggöngum. Sýrustigið getur til dæmis raskast í tengslum við blæðingar, hormónagetnaðarvarnir, í kjölfar inntöku sýklalyfja, eftir kynlíf, vegna tíðra þvotta á klofsvæði, of þröngan fatnað og einnig þegar konan er undir miklu álagi og streitu. Helstu einkenni bakteríusýkingar í leggöngum eru kláði, sviði og óþægindi á kynfærasvæði, vond lykt sem minnir á fiskilykt og óeðlileg útferð sem oft er vatnskennd og grá-hvít að lit.  

Sveppasýking í leggöngum er einnig algeng en sveppurinn Candida albicans er orsök hennar.  Þessi sveppur er hluti af eðlilegri flóru í leggöngum kvenna en getur við vissar aðstæður fjölgað sér óeðlilega mikið og þannig valdið óþægindum. Orsakaþættir geta t.d. verið inntaka sýklalyfja, meðganga, hormónagetanðarvarnir, sykursýki, sápunotkun og fleira. Einkenni sveppasýkinga í leggöngum eru kláði, sviði og óþægindi á kynfærasvæði, hvít þykk og kekkjótt útferð sem minnir á kotasælu, roði og bólga og brennandi tilfinning við kynlíf.  Algengt er að meðhöndla sveppsýkingu í leggöngum með sveppalyfjum í formi hylkja til inntöku eða með staðbundnum meðferðum eins og kremum og leggangastílum.  

Konur þurfa oft ekki að leita til læknis varðandi öll þessi fyrrgreind einkenni heldur geta fengið vörur í apótekum sem virka vel gegn þessum vandamálum. Mælst er þó til að konur leiti til læknis ef einkennin minnka ekki við meðferð. 

Alvogen býður uppá ýmiskonar meðferðarúrræði við sýkingum í leggöngum, hvort sem er af völdum sveppa eða baktería. Hér að neðan má lesa stuttlega um þau.  

Multi-Gyn er vörulína með ýmsum vörum fyrir kvenheilsu, þær meðhöndla óþægindi í leggöngum eins og kláða, ertingu, sviða, vonda lykt og óeðlilega útferð. Multi-Gyn vörurnar verka samstundis, þær eru náttúrulegar og kvensjúkdómalæknar mæla með þeim. Multi-Gyn vörurnar innihalda 2QR sem er einkaleyfisvarið efnasamband sem aðgreinir þær frá sambærilegum vörum á markaði og gerir þær einstakar. 2QR efnasambandið er extract unnið úr Aloe Vera plöntunni. Ásamt því að vera sýkingavörn hefur 2QR einnig kælandi og græðandi áhrif. Hafa skal í huga að notkun sýklalyfja er óumflýjanleg ef um alvarlega sýkingu er að ræða.   

Multi-Gyn ActiGel er gel sem meðhöndlar bakteríusýkingar (skeiðarsýklun) og óþægindi í leggöngum. Gelið dregur úr helstu einkennum bakteríusýkinga í leggöngum s.s vondri lykt sem minnir á fiskifýlu, útferð sem er vatnskennd og grá-hvít, kláða, roða og ertingu. Stjaka fylgir til að auðvelda ísetningu í leggöng og það má einnig nota gelið útvortis á barma. Inniheldur 2QR og eingöngu náttúruleg innihaldsefni og er án allra aukaefna.  

     Actigel

Multi-Gyn FloraPlus er áhrifaríkt gel við sveppasýkingu í leggöngum og einkennum hennar eins og kláða, ertingu og þykkri kornóttri hvítri útferð sem minnir á kotasælu. FloraPlus inniheldur 2QR ásamt bætisykrum sem örva og styðja við vöxt góðra Lactobacillus baktería og stuðla að réttu sýrustigi í leggöngum. Án allra aukaefna. 
Multi-Gyn FloraPlus hefur áhrif á sýrustig (lágt pH) í leggöngum og þar sem sæði er basískt (hátt pH) getur það hamlað virkni sæðisfruma þegar FloraPlus er notað. Því ætti ekki að nota FloraPlus í nokkrar klukkustundir eftir samfarir ef þú vilt verða ólétt.  

       Floral

Multi-Gyn vörurnar fást í næsta apóteki og versluninni Móðurást 

I:Say Vaginal infection eru töflur í leggöng sem meðhöndla og fyrirbyggja sýkingar í leggöngum af völdum sveppa og baktería. Innihaldsefnin til dæmis endurstilla sýru- og rakastig slímhúðar svo sveppir og bakteríur geti síður þrifist í leggöngum kvenna. Töflurnar innihalda einnig Cranberry-Active™ sem hjálpar líkamanum að losa sig við sýkingarvald en það umlykur bakteríur og sveppi og kemur þannig í veg fyrir að þau nái að festa sig við slímhúðina.   

 Mousse

I:Say Intimate Mousse er sápulaus hreinsifroða sem má nota daglega. Froðan styður við eðlilegt sýrustig í leggöngum og heilbrigða flóru sem getur komið í veg fyrir að sveppir og bakteríur myndist. Froðan inniheldur rakagefandi efni og Cranberry-Active™. Dreifið örlitlu magni yfir kynfærasvæðið og skolið með volgu vatni. Hreinsifroðuna má nota daglega.  

I say

I:Say vörurnar fást í næsta apóteki 

Vagibalance ratiopharm eru töflur í leggöng sem innihalda náttúrulegar Lactobacillus acidophilus bakteríur og mjólkursýru sem hjálpa til við að endurheimta og viðhalda eðlilegri bakteríuflóru og sýrustigi í leggöngum. Mikilvægt er að viðhalda náttúrulegu sýrustigi í leggöngum, sem eru örlítið súrar aðstæður. Gerlajafnvægi í leggöngum og þvagrás getur raskast  af ýmsum ástæðum. Algengar ástæður eru tíðablæðingar, meðganga, tíðahvörf, meðferð með sýklalyfjum og samfarir. Of mikið hreinlæti ásamt notkun tíðatappa og binda getur jafnvel valdið röskun á þessu jafnvægi.  

            ratiopharm

Vagibalance fæst í næsta apóteki 

Multi-Gyn Actigel, Multi-Gyn FloraPlus, i:Say og Vagibalance eru allt vörur sem flokkast sem lækningatæki en ekki lyf. Pevaryl og Fungyn eru hinsvegar lyf sem fást án lyfseðils í næsta apóteki. 

Pevaryl og Pevaryl Depot eru lausasölulyf við sveppasýkingu í leggöngum fyrir konur sem hafa áður verið greindar með sveppasýkingu. Pevaryl inniheldur virka efnið ekónazól sem er sveppalyf og  hefur staðbundna verkun. Hægt er að fá Pevaryl Depot sem inniheldur eingöngu einn forðastíl eða samsetta pakkningu sem inniheldur bæði krem og einn forðastíl.
(PEV.L.A.2021.0004.01; PED.L.A.2021.0002.01) 

pevaryl

Fungyn er einfalt og þægilegt meðferðarúrræði við sveppasýkingu í leggöngum fyrir konur sem hafa áður verið greindar með sveppasýkingu. Meðferð með Fungyn er einungis eitt hylki sem tekið er um munn og frásogast inn í líkamann. Fungyn inniheldur virka efnið flúkónazól sem er sveppalyf. Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfsins. (FUN.L.A.2021.0013.01)  

fungyn

Lesið vandlega upplýsingar á umbúðum og fylgiseðli fyrir notkun lyfjanna. Leitið til læknis eða  
lyfjafræðings sé þörf á frekari upplýsingum um áhættu og aukaverkanir. Sjá nánari upplýsingar 
um lyfin á www.serlyfjaskra.is 

Að lokum 

Við vitum að stundum þurfum við að prufa okkur áfram til að finna það sem hentar okkur best. Það  
sem hittir í mark hjá einni, virkar ekki endilega á næstu, þrátt fyrir að það sé það besta sem hún hafi notað.  
 
Við verðum að muna að leggöngin okkar eru dýrmæt, þarna liggur mikill unaður og þarna byrjar lífið. 
Við verðum að passa vel upp á þau. 
 
Greinin er unnin í samstarfi og kostuð af Alvogen