Fara í efni

Kryddaðir sveppir með hvítlauk, svörtum pipar og graslauk

Þetta er afar einföld uppskrift en afraksturinn er afar bragðgóður.
Dásamlegur réttur
Dásamlegur réttur

Þetta er afar einföld uppskrift en afraksturinn er afar bragðgóður.

Þessi uppskrift hentar vegan og er hún án allra mjólkurvara einnig.

Hráefnin:

2 msk af ólífuolíu

½ tsk af sinnepsfræjum

1 tsk af kummin

1 eða 2 rauð chilly, vel marin

1 meðal stór rauðlaukur, skorin afar þunnt

2 hvítlauksgeirar skornir í þunnar sneiðar

2 bollar af sveppum, td baby bella sveppum, skornir í þunnar sneiðar

Salt eftir smekk

½ tsk af ferskum svörtum pipar

2 tsk af fersku kóríander

1 tsk af ferskum graslauk

½ lime

Undirbúningur:

-         Hitið olíuna á meðal hita í um 1 mínútu og bætið svo við sinnepsfræjum, kummin og bíðið þangað til sinnepsfræin fara að springa.

-         Bætið nú við rauða chilly og rauðlauknum og látið steikjast í 4 mín eða þangað til að laukurinn er orðinn létt krispí.

-         Hrærið nú sveppunum saman við og látið malla í aðrar 4 mínútur, bætið salti saman við.

-         Bætið nú ferska svarta piparnum, kóríander og graslauknum og hrærið vel saman.

-         Kreistið safann úr ferska lime ávextinum yfir allt.

Þessi réttur er æðislegur bæði einn og sér og sem meðlæti með næstum hverju sem er.

Njótið~