Svona er hægt að gera grjóthart smjör mjúkt á örskotsstundu - Sjáðu myndbandið
Flestir hafa væntanlega lent í því að hafa ætlað að smyrja brauð en átt í mestu erfiðleikum með það því smjörið var svo hart að það var ómögulegt að smyrja því. En það er til snilldarlausn á þessu vandamáli og með henni tekur aðeins örskotsstund að mýkja smjörið.
Smjór er gott í hófi
Flestir hafa væntanlega lent í því að hafa ætlað að smyrja brauð en átt í mestu erfiðleikum með það því smjörið var svo hart að það var ómögulegt að smyrja því. En það er til snilldarlausn á þessu vandamáli og með henni tekur aðeins örskotsstund að mýkja smjörið.
1. Setjið smjörið sem á að nota á disk.
2. Fyllið glas af heitu vatni og látið það standa í glasinu í um eina mínútu eða þar til glasið er orðið heitt.
3. Hellið vatninu úr glasinu og þurrkið það strax.
4. Hvolfið glasinu yfir smjörið og látið standa þannig í eina til tvær mínútur.
5. Þá ætti smjörið að vera orðið eins mjúkt og óskað er og hæft til að smyrja á brauðið.